Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar Ari Brynjólfsson skrifar 4. september 2019 06:45 Hleðslustöð ON. Fréttablaðið/Valli Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku náttúrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla við Landspítalann á Hringbraut, Fossvogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Samkeppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Þessu hafna forsvarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilraunaverkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Landspítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðisaukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opinbera aðila þar sem verið sé að ráðstafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslustöðvarnar hafa kostað fyrirtækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bundinn trúnaði.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira