Lífið

Tólf kílóa köttur slær í gegn

Sylvía Hall skrifar
Mr. B er mikill karakter.
Mr. B er mikill karakter. Facebook
Morris dýraathvarfið í borginni Philadelphia í Bandaríkjunum birti á fimmtudag mynd af kettinum Mr. B á Facebook-síðu sinni þar sem óskað var eftir heimili fyrir kisa. Færslan vakti þó mun meiri athygli en búist var við í upphafi, sennilega vegna þess að Mr. B er óvenju stór köttur.

„Stóri strákur Mr. B er HLUNKUR. Hann er hlunkahlunkur. Hann endurskilgreinir hugtakið. Getur þú giskað hversu þungur hann er? Það sem mikilvægara er, getur þú gefið honum heimili?“





Í nýrri færslu frá dýraathvarfinu kemur fram að Mr. B sé ekkert fis, en hann vegur um það bil tólf kíló. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og voru margir kattavinir tilbúnir til þess að ættleiða Mr. B og veita honum nýtt heimili. Það er því líklegt að þessi stóri og stæðilegi kisi verði kominn með nýtt heimili áður en langt um líður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×