Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 13. september 2019 07:00 Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptir samkeppnishæfni Íslands máli? Svarið virðist einhlítt en orð og efndir fara sjaldnast saman hjá stjórnvöldum. Fyrir þá sem kjósa einfaldar skýringar er auðveldast að telja sér trú um að krónan sé orsök hærra vaxtastigs en í nágrannaríkjum okkar. Ástæðurnar eru flóknari og margþættari. Heimatilbúnar aðgerðir skipta meira máli. Strangar eiginfjárkröfur ásamt auknum álögum hafa skilað þeirri niðurstöðu að við höfum búið til dýrasta bankakerfi í Evrópu. Þessu munu embættismenn og starfsmenn FME vafalaust neita, enda gerir það starf þeirra auðveldara að svona sé búið um hnútana, en þetta er samt staðan. Afleiðingarnar eru hærri fjármögnunarkostnaður fyrirtækja og lakari framleiðni. Er fórnarkostnaðurinn þess virði? Rannsóknir hafa sýnt að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, skili sér að jafnaði í hærri lánskjörum sem nemur um 0,16%. Vogunarhlutfall íslensku bankanna var um síðustu áramót að jafnaði um 15% á meðan það var um 5,5% í evrópskum bönkum. Sjónarmiðin sem hér togast á, eins og Benedikt Gíslason, nýr bankastjóri Arion banka, útskýrði í viðtali við Markaðinn, eru annars vegar varúðarkröfur og neytendavernd og hins vegar skilvirkni og hagkvæmni í fjármálakerfinu. „Við þurfum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvar þessi jafnvægispunktur eigi að liggja en í dag er hann talsvert frá okkar nágrannalöndum,“ segir Benedikt. Í tilfelli Arion, sem hefur skilað arðsemi undir áhættulausum vöxtum, má segja að búið sé að svara þeirri spurningu. Bankinn er ekki lengur samkeppnisfær í útlánum til stærri fyrirtækja, sem geta sótt sér betri kjör á skuldabréfamarkaði, en eftir sitja minni og meðalstór fyrirtæki sem reiða sig á dýra fjármögnun í bankakerfinu. Þessi umræða, sem snýst ekki um að gera eigi bankana berskjaldaða gagnvart fjármálaáföllum, varðar ekki aðeins hagsmuni viðskiptavina heldur einnig ríkisins. Bankasýslan hefur sett fram tillögur sínar um næstu skref í söluferli bankanna. Þær hugmyndir, sem eru skynsamlegar, lúta að því að seldur verði fjórðungshlutur í Íslandsbanka með útboði og tvíhliða skráningu eða að allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem fjárfestingabankar og sjóðir gera tilboð. Lilja Alfreðsdóttir hefur sagst leggja áherslu á mikilvægi þess að eigendastefna ríkisins verði áður uppfærð og eins að staðið verðið þannig að málum að almenningur muni hafa traust á ferlinu og í garð fjármálakerfisins. Undir þau sjónarmið má taka. Meira þarf samt til. Áhugasamir fjárfestar, sem bíða ekki í röðum, vilja vita við hverju má búast þegar kemur að lagalegri umgjörð horft fram í tímann. Þar er ekki síður mikilvægt að sýn ríkisstjórnarinnar liggi fyrir, meðal annars um skattlagningu, eiginfjárkröfur og samstarf til að minnka upplýsingatæknikostnað, enda ræður það miklu um það verð sem skattgreiðendur geta vænst þess að fá fyrir bankana. Lærdómur síðustu ára, sem við sáum hvað skýrast við úrlausn slitabúa föllnu bankanna og áætlunar um losun hafta, er að pólitískt eignarhald er forsenda árangurs í stórum og flóknum málum. Sala á tveimur bönkum, sem eru með yfir 400 milljarða í eigið fé, er slíkt verkefni. Bankasýslan hefur gert sitt, en nú er komið að stjórnmálunum að taka við.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun