Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Suðurnesja fengu klukkan tíu í kvöld tilkynningu um að eldur væri laus í sumarhúsi í Sandgerði.
Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri liðsins var fyrstur á staðinn og þegar að var komið var eigandi bústaðarins búinn að slökkva eldinn með garðslöngu. Jón sagði að sínir menn hefði ekki þurft að taka út búnað þegar þeir komu á vettvang.
Eldurinn virðist hafa komið upp undir palli við sumarhúsið. Óvíst er hversu miklar skemmdir urðu vegna eldsins.
Slökkti eld með garðslöngu
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
