Lífið

Jack Black og Jack White urðu Jack Gray á meðan þeir sömdu nýtt lag

Birgir Olgeirsson skrifar
Útkoma samstarfs þeirra tveggja verður væntanlega forvitnileg.
Útkoma samstarfs þeirra tveggja verður væntanlega forvitnileg.
Nokkuð merkilegur atburður átti sér stað á dögunum þegar tónlistarmaðurinn Jack White og leikarinn og tónlistarmaðurinn Jack Black hittust til að taka upp tónlist. Jack White þekkja sjálfsagt flestir úr tvíeykinu The White Stripes en hann hefur einnig á mikilli velgengni að fagna með öðrum verkefnum á borð við The Racounteurs og fyrir sólóferil sinn.

Jack Black kannast eflaust margir við úr gamanmyndum en hann er einnig í hljómsveitinni Tenacious D ásamt félaga sínum Kyle Gass.

Þegar Jack Black og Jack White hittust ákváðu þeir að sjálfsögðu að kalla sig Jack Gray en Black birti myndband á  YouTube-rás sinni þar sem sjá má heimsókn hans og Kyle Gass í hljóðver Jack White í Nashville sem er einnig heimili hans.

Jack Black og Kyle Gass höfðu unnið að nýju lagi í einhvern tíma en áttu eftir að fullklára það. Sagði Black að hann vonaðist til að Jack White myndi binda lagið saman fyrir þá og að fullkláruð afurð muni líta dagsins ljós innan skamms. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.