Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:52 Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel. Getty Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27