Barnaverndarstofa sækist eftir að áfrýja máli Freyju til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2019 17:54 Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri var felld úr gildi í Landsrétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni. Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ríkislögmaður hefur óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi þingmanns og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, fyrir hönd Barnaverndarstofu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð um að Freyju væri synjað um að taka barn í fóstur í síðasta mánuði. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Freyju, staðfestir við Vísi að óskað hafi verið eftir áfrýjunarleyfinu í dag. Lögmenn Freyju fái frest til miðvikudags til að skila inn athugasemdum. Hæstiréttur taki sér svo nokkurra daga eða vikna umþóttunarfresti til að ákveða hvort hann taki málið upp. Forsaga málsins er sú að Freyja, sem er sjálf fötluð, sótti um að gerast fósturforeldri til Barnaverndarstofu. Umsókn hennar var hafnað áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið fyrir mögulega fósturforeldra. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu af stefnu Freyju í júní í fyrra en Landsréttur sneri niðurstöðunni við 22. mars. Felldi Landsréttur úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja umsókn Freyju. Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, segir við Vísi að í málinu reyni á grundvallarréttindi barna til að fá viðunandi umönnun og eðlilegt sé að Hæstiréttur taki það fyrir. Hún telur að rökstuðningur Landsréttar hafi verið einkennilegur, ekki síst þar sem fullyrt var að málið varðaði ekki hagsmuni barns.Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu.Fréttablaðið/Anton BrinkÍ færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Freyja að Barnaverndarstofa hafi fullt frelsi til að sækja um áfrýjunarleyfi en hún leyfi sér að efast um siðferði og fagmennsku þess að ríkisstofnun gangi svo langt gegn óbreyttum borgara í máli sem varði mismunun á grundvelli fötlunar til réttlátrar málsmeðferðar. „En ég held auðvitað áfram og tekst á við það sem framundan er - hvort sem kemur til áfrýjunar eða ekki. Niðurstaða landsréttar er skýr og afdráttarlaus. Hún markar líka tímamót í baráttusögu fatlaðs fólks innan réttarkerfisins. Ég treysti því einfaldlega að því réttlæti sem hefur verið náð fram þar verði haldið til streitu,“ skrifar hún.Ummælakerfi við þessa frétt er lokað að gefnu tilefni.
Börn og uppeldi Dómsmál Tengdar fréttir Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Freyja sigraði í Landsrétti Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. 22. mars 2019 15:55