Krefst mats á áhrifum kísilverksmiðjunnar í Helguvík á heilsu íbúa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:25 Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar. Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu framkvæmdarðilanna Stakksbergs ehf. að matsáætlun í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík en þó með nokkrum athugasemdum. Ein af þeim kröfum sem Skipulagsstofnun fer fram á er mat á áhrifum kísilverksmiðjunnar á heilsu íbúa. Stofnunin tekur þannig einnig undir mat Embættis landlæknis sem telur lýðheilsumat æskilegt. Skipulagsstofnun bendir á að í mörgum athugasemdum við tillögu að matsáætlun frá almenningi séu ábendingar frá fólki sem hafi fundið fyrir óþægindum og veikindum þegar kísilverið starfaði. „Í frummatsskýrslu þarf að gera grein fyrir áhrifum kísilversins á heilsu þar sem megin áhersla verði lögð á afleidd áhrif á heilsu af loftgæðum einkum af völdum mengunarefna og lyktar frá verksmiðjunni,“ segir í ákvörðun Skipulagsstofnunar. Þá sé nauðsynlegt að setja fram tillögu að vöktun á áhrifum af starfsemi kísilversins á heilsu á rekstrartíma. Kisilmálmverksmiðjan í Helguvík var áður rekin undir nafni United Silicon eða þar til Arion banki yfirtók reksturinn og stofnaði félag utan um hann. Arion var stærsti kröfuhafi United Silicon. Félagið hyggst miða að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar fyrir starfseminni og selja verksmiðjuna svo.Vinna þurfi að kynningu og samráði Skipulagsstofnun telur að vinna þurfi sérstaklega að kynningu og samráði gagnvart íbúum við vinnslu frummatsskýrslu svo hægt sé að reka verksmiðjuna í sátt við íbúa svæðisins. Í skýrslunni þurfi að koma fram hvernig þessum þætti hafi verið sinnt og sérstök áhersla lögð á samráð um þau atriði sem áhyggjur íbúa beinast einna helst að. Þá þurfi einnig að gera grein fyrir fráveitu og hugsanlegum áhrifum á grunnvatn vegna framkvæmdarinnar.
Heilbrigðismál Reykjanesbær United Silicon Tengdar fréttir Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36 Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00 Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Lyktarvandamál kísilvers vegna óstöðugleika í ofni Breytingar á að gera á ofni kísilversins í Helguvík til að draga úr mengun. 21. nóvember 2018 20:36
Vilja vissu fyrir bindandi íbúakosningu um kísilver Skriflegri undirskriftarsöfnun verður haldið áfram til áramóta eftir að rafrænu ferli lauk. 16. desember 2018 12:00
Reykjanesbær leitar álits ráðuneytis vegna íbúakosningar Reykjanesbær hefur sent erindi til sveitarstjórnarráðuneytisins vegna mögulegrar íbúakosningar um kísilver í Helguvík. 18. desember 2018 18:45