Er barnið þitt með raunhæfar kröfur í íþróttum? Helgi Héðinsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Héðinsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Margt íþróttafólk dreymir um að ná fullkominni frammistöðu í keppni og uppskera árangur í samræmi við það. Slæmu fréttirnar eru þær að það að reyna að vera fullkominn er oft það versta sem hægt er að hugsa um fyrir og í keppni. Þegar iðkanda finnst hann þurfa að standa sig fullkomlega þá er í raun ekkert svigrúm fyrir mistök og verður hugurinn heltekinn af því að forðast að gera mistök.Afleiðingarnar Kröfuharðar og ósveigjanlegar hugsanir eins og „ég verð að vinna“, og „ég má ekki vera lélegur í dag“ geta haft veruleg áhrif. Fyrir það fyrsta eykur þetta andlegt álag sem birtist í auknum kvíða og streitu. Í öðru lagi getur þetta hæglega stýrt hegðuninni sem kemur í kjölfarið. Þessar hugsanir vekja upp sterka tilhneigingu til að forðast að gera mistök sem leiðir til þess að iðkandi verður of varkár. Dæmi um þetta: Iðkandi í boltaíþrótt sendir bara einfaldar sendingar til hliðar eða til baka, reynir ekki krefjandi sendingar og tekur helst engar áhættur. Í tennis, badminton og blaki byrjar iðkandi að hugsa meira um að verjast frekar en að sækja og sendir boltann/fluguna nær miðjusvæði andstæðingsins í stað þess að senda til hliðanna og gera andstæðingnum erfiðara fyrir. Einnig er sterk tilhneiging til að gefast fyrr upp þegar illa gengur því iðkanda finnst hann búinn að klúðra og betra sé að lágmarka skaðann í stað þess að taka sénsinn á að snúa vörn í sókn. Í þriðja lagi hefur þetta veruleg áhrif á einbeitingu því þessar hugsanir heltaka athyglina. Það gefur auga leið að á sama tíma er minni athygli á þeim afmörkuðu verkefnum sem krefjast einbeitingar svo hægt sé að ná góðri frammistöðu. Þó ber að taka fram að það er gott að vera meðvitaður um mistök svo hægt sé að læra af þeim en þegar þegar hugur iðkanda er orðinn heltekinn af ótta við mistök grefur það undan bæði frammistöðu hans og sjálfstrausti. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir vísbendingum um þetta, eins og þegar iðkandi forðast krefjandi aðstæður t.d. að taka vítaskot þrátt fyrir góða færni eða virðist gefast upp eða verða vonlaus í kjölfar mistaka eða annars konar mótlætis.Hvað er til ráða? Foreldrar geta svo sannarlega rætt við börn sín og spurt út í hugsanir við krefjandi aðstæður og gefið leiðbeiningar um hvernig megi nálgast krefjandi verkefni með uppbyggilegu hugarfari. Iðkandi veit að oft er þörf á „fullkominni“ frammistöðu til að eiga möguleika á árangri eða sigri, og er það því mikil áskorun að hjálpa honum að skilja að þessi krafa um engin mistök er mjög til trafala og leiðir yfirleitt til lakari frammistöðu. Hjálpa þarf iðkanda að endurskilgreina mistök. Til dæmis það að skjóta á markið þrátt fyrir að skora ekki eru ekki mistök. Foreldrar ættu að gefa börnum sínum hrós fyrir að reyna og taka áhættur. Því miður geta foreldrar lent í þeirri gildru að ýta óafvitandi undir óhóflegar kröfur iðkanda til sjálf síns með því að hrósa sérstaklega (jafnvel einungis) fyrir stig og mörk og það sem verra er að gagnrýna allar misheppnaðar tilraunir. Þetta eykur hræðslu við mistök hjá iðkandanum með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar eru mikilvægt bakland fyrir börn sín og geta svo sannarlega hjálpað þeim að tileinka sér uppbyggilega siði og venjur við íþróttaiðkun.Helgi Héðinsson, sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun