120 sótt um sárafátæktarstyrk: Neyddist til að borða popp í heila viku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2019 19:15 Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Öryrki og móðir fatlaðs barns hefur glímt við svo mikla fátækt að hún neyddist til að borða popp í heila viku. Neyðin virðist mikil en rúmlega 120 manns hafa sótt um styrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Markmið sárafátækarsjóðsins er koma til móts við bráðan fjárhagsvanda með úthlutun neyðarstyrks til þeirra sem búa við sárafátækt. „Við fundum fyrir mikillli þörf. fólk hefur verið að leita til rauða krossins vegna neyðar og við höfum ekki haft neinn vattvang og ekki getu til að sinna þessum hópi,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri í sárafátækt hjá Rauða krossinum.Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinumMikil neyð í samfélaginuFrá því í mars hafa rúmlega 120 manns sótt um styrk og koma flestar umsóknir frá einstæðum mæðrum. „Við höfum séð það að umsóknum fer stöðugt fjölgandi og það er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna. Horft er til tekna og eigna til að meta rétt til styrks. Tekjuviðmiðið, svo að hægt sé að fá styrk, er að einstaklingur fái ekki meira en tvö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir skatt.Borðaði popp í viku Helga Hákonardóttir hefur glímt við mikla fátækt í yfir tuttugu ár. Hún er 75 prósent öryrki og móðir tveggja barna, annars fatlaðs. „Ég hef meðal annars verið í þeirri stöðu að eiga ekki fyrir mat og hef til dæmis passað upp á að ég eigi alltaf poppbaunir heima hjá mér, því ef ég átti ekki fyrir mat þá fengu börnin mín það sem til var og ég borðaði popp. Einu sinni var meira að segja heil vika þar sem var bara popp hjá mér,“ segir Helga. Helga er í örlítið betri stöðu í ár vegna þess að nú fær hún tímabundið umönnunarbætur vegna yngri dóttur sinnar. Hún segir hræðilegt að vera einstæð móðir í þessari stöðu. Að öllu óbreyttu muni hún aftur fara á sama stað.Sumir sótt um oftar en einu sinni „Það er húsnæðiskostnaður, leiga, sem er að sliga fólk sérstaklega fólk sem er að fá þetta lítið í framfærslu þá er jafnvel ekkert eftir þegar búið er að borga leigu,“ segir Hanna. Hver umsækjandi a rétt á tveimur úthlutunum úr sárafátæktarsjóðnum á ári. Styrkurinn nemur 40 þúsund krónum fyrir einstaklinga og hækkar um tíu þúsund fyrir hvert barn.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira