Hið óumdeilda hreyfiafl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun