Falstrú Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar 4. október 2019 07:45 Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingunn Lára Kristjánsdóttir Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Efasemdamaðurinn Ebbi gengur hröðum skrefum eftir Aðalstræti og rykið þyrlast upp í loftið kringum hann. Konur með innkaupapoka horfa á eftir fallega manninum með fína hattinn. Þær hugsa: „En hve myndarlegur sá maður er, sem er með áfangastað í huga.“ Fyrir neðan skilti Fjallkonunnar, tímarits dagsins í dag og dagsins á morgun, situr heldri maður með olíulukt í fanginu. Það er Skúli úrsmiður sem reynir að selja mönnum og börnum svokölluð rafmagnsúr og bjöllur. Hvílík della, hugsar efasemdamaðurinn. Ebbi hefur engan tíma að missa og ber enga kveðju með sér, nei, hann gengur beinustu leið að dyrum, skellir á eftir sér, skellir niður hattinum á borðið og æpir á ritstjórann: „Ég er æpandi reiður og vil fá að tjá mig!“ „Já,“ svarar ritstjórinn og tæmir pípuna sína í tóbakstunnuna. „Um hvað snýst málið?“ „Eyðslusemi og falstrú borgarbúa,“ hnussar Ebbi. „Hvers kyns eyðslusemi og falstrú fær þig til að skella hér hurðum, móður og másandi?“ spyr ritstjórinn og fyllir á pípuna. „Eyðslusemin að lýsa upp stofur, anddyri og eldhús tífalt meira en vani hefur verið. Ljós! Ofbirta slík að ómögulegt er að lesa og skrifa. Jafnvel konur eru farnar að lýsa eldhús sín meira en danssalir forðum voru lýstir! Ég vil borða heima hjá mér en ekki í Breiðfjörðsleikhúsi!“ „Iss!“ svarar ritstjórinn. „Veistu ekki að framtíðin spillir ei?“ „O, jú víst,“ hugsar efasemdamaðurinn og kveður skrifstofu Fjallkonunnar. Efasemdamaðurinn veit vel að framtíðin mun spilla fyrir öllum og hvers vegna er henni hampað? Hvað hefur framtíðin gert fyrir hann! Ekkert!
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar