Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og komu íslenskir handknattleiksmenn við sögu í þeim öllum.
Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen biðu lægri hlut fyrir Göppingen, 23-26 á meðan lærisveinar Geirs Sveinssonar í Nordhorn töpuðu með átta marka mun fyrir Kiel, 31-23. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Kiel.
Elvar Ásgeirsson og félagar í Stuttgart fengu Bjarka Má Elísson og félaga í Lemgo í heimsókn þar sem Elvar skoraði 2 mörk úr 4 skotum á meðan Bjarki Már skoraði 4 mörk úr 9 skotum. Leiknum lyktaði hins vegar með jafntefli, 26-26.
Á sama tíma voru Oddur Gretarsson og félagar í Balingen í heimsókn hjá Viggó Kristjánssyni og félögum í Leipzig. Oddur skoraði 4 mörk úr 5 skotum á meðan Viggó skoraði 2 mörk úr 3 skotum en Leipzig hafði engu að síður betur með einu marki, 25-24.
Smelltu hér til að skoða stöðutöfluna í þýsku Bundesligunni.
Dramatískar lokamínútur í leikjum Íslendinganna í Þýskalandi
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




