Ráðherra allra barna? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 10. október 2019 17:00 Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nýverið barst inn á borð til okkar sveitarstjórnarfólks erindi þess efnis að ráðgert sé að gerbreyta útreikningum á hlutdeild ríkisins í fjárhæðum NPA-samninga (notendastýrð persónuleg aðstoð). Þetta er gríðarmikill skellur fyrir sveitarfélög sem hafa nú þegar gert NPA samninga samkvæmt núverandi lögum um fjölda samninga með hlutdeild frá ríki. Umrædd breyting samrýmist hvorki gildandi lögum, reglugerðum né viðtekinni framkvæmd við innleiðingu NPA allt frá 2012. Slík aðgerð myndi kollvarpa fjárhagslegum samskiptum vegna verkefnisins enda sætu sveitarfélögin þá uppi með útgjaldaauka sem gæti numið allt að 100 milljónum króna á ári. Eitt hið alvarlegasta við ráðgerðar breytingar er að ráðherra barna telur nú að NPA sé ekki hugsað fyrir börn, en gæti mögulega átt við ungmenni. Slíkt er gríðarlega alvarleg ef rétt reynist. Í öllum álitum og umsögnum til velferðarnefndar Alþingis kemur skýrt fram að réttur til NPA á að vera fyrir alla, hvort sem það eru börn, ungmenni eða fullorðið fólk, hafi þeir einstaklingar fengið það mat um þjónustuþörf sem NPA samningar kveða almennt á um. Það er líka alveg skýrt að það er á hendi sveitarfélagsins að veita samninginn og meta aðstæður einstaklinga og forgangsraða þjónustu. Að sjálfur barnamálaráðherra ætli að gera þeim það erfiðara fyrir er skammarlegt og forkastanlegt. Þessi stórfurðulega ákvörðun kemur á sama tíma og innleiðing samnings er í gangi og heildarmat á fyrirkomulaginu. Er þetta skýr stefna ráðherrans sem valið hefur að bera titilinn barnamálaráðherra? Er inntak þess titils þá fyrst og fremst að hann sé ráðherra sumra barna, en ekki allra? Og eru þá öll þau fögru loforð og sú gríðarlega vinna fagfólks og allra þeirra sem koma að börnum með sértækar stuðningsþarfir eitthvert grín? Málið er einfaldlega grafalvarlegt og með miklum ólíkindum að ráðherra fari áfram með þessum hætti. Börn sem kunna að hafa not fyrir NPA samning eru svo sannarlega börn með mikla þjónustuþörf, það blasir við. Þau eru augljóslega allra viðkvæmasti hópurinn sem nýtur þjónustu í gegnum NPA samninga. Ég krefst þess að ráðherra barna svari fyrir þessa ráðagerð. Hugsanlega hefur hann ruglast tímabundið í rýminu og finnur á ný skýra stefnu sína og ríkisstjórnarinnar til hagsbóta fyrir öll börn. Það getur einfaldlega ekki staðist að hann ætli sér að starfa eingöngu í þágu sumra barna. Sara Dögg Svanhildardóttir Fulltrúi Viðreisnar í bæjarstjórn Garðabæjar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun