Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2019 22:39 Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15