Askja tekur formlega við Honda umboðinu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. nóvember 2019 14:00 Honda e rafbíllinn verður kynntur til leiks hjá Öskju á næsta ári. Vísir/Honda Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. Honda er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og framleiðir yfir 5 milljón bíla á ári. Fyrirtækið er annar stærsti bílaframleiðandi Japans. Honda er auk þess stærsti framleiðandi mótorhjóla í heiminum. Honda framleiðir vinsæla bíla og má þar nefna jepplinginn CR-V, sem hefur verið einn vinsælasti bíll landsins um árabil, auk fólksbílanna Jazz og Civic. Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í Hybrid útfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á næsta ári.Askja er til húsa að Krókhálsi 11.Vísir/AskjaAskja er með höfuðstöðvar á Krókhálsi 11 þar sem þjónustan fyrir Honda bíla verður en söludeild Honda verður með aðsetur á Fosshálsi 1. Bílaumboðið Askja var stofnað árið 2005 og þar starfa fyrir 125 starfsmenn og nú bætast 15 starfsmenn frá Bernhard í hópinn „Við hjá Öskju erum full tilhlökkunar á þessum spennandi tímamótum og bjóðum viðskiptavini Honda velkomna til okkar. Honda er sterkt og gott merki sem hefur verið vinsælt og vel sinnt á Íslandi. Sterk sýn Honda á rafbílavæðingu sannfærði okkur um að þetta merki hentaði Öskju vel. Við munum fá fyrstu Honda e rafbílanna á næsta ári og hefst forsala þeirra í janúar nk. Það eru því mjög áhugaverðir tímar framundan og ég er sannfærður um Honda merkið á eftir að styrkja sig enn frekar í sessi hér á landi á komandi misserum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Í Evrópu leggur Honda áherslu á hönnun, útlit og gæði bíla, en ekki magn,“ segir Jón Trausti og bætir við að Askja muni bjóða upp á 5 ára ábyrgð á Honda bílum og allt að 5 ára þjónustusamninga með nýjum bílum þar sem eigandi greiðir mánaðarlegt gjald og þá er öll þjónusta innifalin. „Fyrir hönd Bernhard fjölskyldunnar viljum við stjórnendur Bernhard ehf., Geir, Gylfi og Gunnar Gunnarssynir, þakka hinum fjölmörgu tryggu viðskiptavinum Honda hér á Íslandi samfylgdina undanfarin 57 ár og við óskum Öskju, nýjum umboðsaðila Honda á Íslandi velfarnaðar í framtíðinni“, segir Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bernhard. Bílar Tengdar fréttir Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 14:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Bílaumboðið Askja tekur formlega við Honda umboðinu á Íslandi þann 8. nóvember. Askja tekur við umboðinu af Bernhard sem er í eigu fjölskyldu stofnandans, Gunnars Bernhards. Fyrir er Askja með umboð fyrir Mercedes-Benz og Kia og nú bætist Honda við sem þriðja vörumerkið hjá fyrirtækinu. Honda er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og framleiðir yfir 5 milljón bíla á ári. Fyrirtækið er annar stærsti bílaframleiðandi Japans. Honda er auk þess stærsti framleiðandi mótorhjóla í heiminum. Honda framleiðir vinsæla bíla og má þar nefna jepplinginn CR-V, sem hefur verið einn vinsælasti bíll landsins um árabil, auk fólksbílanna Jazz og Civic. Honda hefur markað sér afgerandi stefnu í rafvæðingu og á næstu 36 mánuðum mun Honda kynna sex nýja umhverfisvæna bíla á markað í Evrópu. Þar af verða tveir rafbílar og fjórir Hybrid bílar. Nýr Honda e rafbíll og Honda Jazz í Hybrid útfærslu eru fyrstu bílarnir af þessum sex nýju, umhverfisvænu bílum úr smiðju Honda og koma þeir báðir á næsta ári.Askja er til húsa að Krókhálsi 11.Vísir/AskjaAskja er með höfuðstöðvar á Krókhálsi 11 þar sem þjónustan fyrir Honda bíla verður en söludeild Honda verður með aðsetur á Fosshálsi 1. Bílaumboðið Askja var stofnað árið 2005 og þar starfa fyrir 125 starfsmenn og nú bætast 15 starfsmenn frá Bernhard í hópinn „Við hjá Öskju erum full tilhlökkunar á þessum spennandi tímamótum og bjóðum viðskiptavini Honda velkomna til okkar. Honda er sterkt og gott merki sem hefur verið vinsælt og vel sinnt á Íslandi. Sterk sýn Honda á rafbílavæðingu sannfærði okkur um að þetta merki hentaði Öskju vel. Við munum fá fyrstu Honda e rafbílanna á næsta ári og hefst forsala þeirra í janúar nk. Það eru því mjög áhugaverðir tímar framundan og ég er sannfærður um Honda merkið á eftir að styrkja sig enn frekar í sessi hér á landi á komandi misserum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. „Í Evrópu leggur Honda áherslu á hönnun, útlit og gæði bíla, en ekki magn,“ segir Jón Trausti og bætir við að Askja muni bjóða upp á 5 ára ábyrgð á Honda bílum og allt að 5 ára þjónustusamninga með nýjum bílum þar sem eigandi greiðir mánaðarlegt gjald og þá er öll þjónusta innifalin. „Fyrir hönd Bernhard fjölskyldunnar viljum við stjórnendur Bernhard ehf., Geir, Gylfi og Gunnar Gunnarssynir, þakka hinum fjölmörgu tryggu viðskiptavinum Honda hér á Íslandi samfylgdina undanfarin 57 ár og við óskum Öskju, nýjum umboðsaðila Honda á Íslandi velfarnaðar í framtíðinni“, segir Gylfi Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bernhard.
Bílar Tengdar fréttir Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 14:38 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður
Askja kaupir Hondu-umboðið á Íslandi Bílaumboðið Askja ehf. og Bernhard ehf. hafa undirritað kaupsamning um kaup Öskju á þeim hluta reksturs Bernhard ehf. sem fer með Honda umboðið á Íslandi. 23. apríl 2019 14:38