„Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 15:00 Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis. Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, segir ummæli Öldu Karenar Hjaltalín fyrirlesara um sjálfsvíg ekki samræmast viðmiðum um forvarnir í málaflokknum. Það sé ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“ við þunglyndan einstakling. Þá leggur Salbjörg áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð.Sjá einnig: Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Ummæli Öldu Karenar í þættinum Íslandi í dag í gær hafa vakið mikla athygli. Í þættinum fór hún yfir fyrirhugaðan fyrirlestur sinn í Laugardalshöll og ræddi m.a. andleg veikindi. „Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen í þættinum, og hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir á samfélagsmiðlum líkt og sjá má af færslunum hér að neðan.Það er eitt að segja fólki að kyssa peninga en það er annað, og gersamlega STURLAÐ, að segja að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé að segja okkur þunglynda liðinu að 'við séum nóg“. Fuck this shit. https://t.co/NnWwYS9p49— Atli Jasonarson (@atlijas) January 14, 2019 Of mikil einföldun á umræðu um sjálfsvíg Geðhjálp, samtökum um bættan hag fólks með geðraskanir, hefur borist nokkur fjöldi ábendinga vegna ummæla Öldu Karenar. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Geðhjálpar, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, snúa ábendingarnar að því að um sé að ræða of mikla einföldun á umræðu um sjálfsvíg. Þá sé það beinlínis ekki rétt að hugsunin „þú ert nóg“ sé einhvers konar lausn við sjálfsvígshugsunum. Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Landlæknisembættinu, hafði kynnt sér ummæli Öldu Karenar lauslega þegar Vísir náði tali af henni í dag. Salbjörg segir fyrst og fremst að það mikilvægasta sé að nálgast alla umræðu um sjálfsvíg af ábyrgð og virðingu. „Í rauninni er það þannig að sjálfsvíg hafa alltaf fylgt mannkyninu og þetta var mikið „suss suss“ áður fyrr en umræðan hefur opnast. Þegar við ræðum um eða fræðum fólk um sjálfsvíg verður alltaf að að gera það af virðingu og ábyrgð, líka við aðstandendur, af því að það er mikið af erfiðum tilfinningum. Þá má aldrei vera nein upphrópun í sambandi við sjálfsvíg eða að „hæpa“ eitthvað upp.“Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra. Næsti fyrirlestur er á dagskrá nú í janúar en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um andleg veikindi.FBL/ErnirSjálfsvíg er ekki sjúkdómur Salbjörg segir það jafnframt mikilvægt að rétt sé farið með hugtök í umræðu um andleg veikindi og vísar sérstaklega í ummæli Öldu Karenar þar sem hún sagði sjálfsvíg „stærsta sjúkdóminn sem skekur mannkynið.“ „Sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir eru ekki sjúkdómur heldur er þetta ástand sem skapast af vanlíðan,“ segir Salbjörg. Þá nefndi Alda Karen í gær að kveikjan að væntanlegum fyrirlestri hefði m.a. verið sú að hún hefði komist að því að árið 2018 hefði verið „rosalega mikið af sjálfsvígum“. Salbjörg setur spurningamerki við þá fullyrðingu Öldu Karenar. „Ég veit ekki hvaðan hún hefur þessar tölur. Það eru ekki komnar út tölur um sjálfsvíg fyrir árið 2018. Það koma vissulega eitt og eitt toppár eins og 2013, það var erfitt, og 2010 var erfitt, en sjálfsvígin eru yfirleitt á bilinu 36-40 á ári og árið 2017 voru þau 34.“ Raunhæf hjálp nauðsynleg Innt eftir því hvernig það samræmist vinnu sjálfsvígsforvarna að ófaglærðir fyrirlesarar líkt og Alda Karen fjalli um sjálfsvíg með þessum hætti segir Salbjörg að Landlæknisembættið hafi lítið um það að segja. Að því sögðu sé það vissulega ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“. „Þetta er manneskja sem er að reyna sitt besta en er ekki fagmenntuð. Við höfum ekkert yfir þeim sem eru ófaglærðir að segja,“ segir Salbjörg. Hún bendir þó á að ýmsir „ófaglærðir“ aðilar sinni geðfræðslu, til að mynda prestar og lögreglumenn, en þeir hafi iðulega fengið fræðslu frá fagmönnum úr heilbrigðisgeiranum. „Þetta er ekki bara „þú ert nóg“. Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur, með kvíða, fráskilinn, í fátækt og svo framvegis. Það þarf að koma raunhæf hjálp samhliða öllu hinu.“Sjá einnig: Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Að síðustu bendir Salbjörg á ýmis úrræði sem standa fólki með sjálfsvígshugsanir til boða. Þannig sé hægt að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717, heilsugæslustöðvar og geðsvið Landspítala auk þess sem samtök á borð við Pieta, Geðhjálp og Nýja dögun bjóði upp á fræðslu. Þá vísar Salbjörg einnig í viðamikla aðgerðaráætlun starfshóps á vegum Landlæknisembættisins sem gefin var út í maí í fyrra. Aðgerðaráætlunin miðar að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi og telur hún yfir 50 aðgerðir í sex liðum. Hægt er að nálgast aðgerðaráætlunina hér.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér. Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir umræðu um sjálfsvíg mun opnari en áður. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, segir ummæli Öldu Karenar Hjaltalín fyrirlesara um sjálfsvíg ekki samræmast viðmiðum um forvarnir í málaflokknum. Það sé ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“ við þunglyndan einstakling. Þá leggur Salbjörg áherslu á að alla umræðu um sjálfsvíg þurfi að nálgast af mikilli ábyrgð.Sjá einnig: Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Ummæli Öldu Karenar í þættinum Íslandi í dag í gær hafa vakið mikla athygli. Í þættinum fór hún yfir fyrirhugaðan fyrirlestur sinn í Laugardalshöll og ræddi m.a. andleg veikindi. „Svo komst ég að því að í fyrra árið 2018 var rosalega mikið af sjálfsvígum á Íslandi, alveg bara hrikalega mikið. Þetta er stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið og það er hugsunin, ég er ekki nóg. Það er svo leiðinlegt að þetta sé stærsti sjúkdómurinn sem skekur mannkynið því að lausnin við þessu er svo einföld. Það er bara setningin, þú ert nóg,“ sagði Alda Karen í þættinum, og hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir á samfélagsmiðlum líkt og sjá má af færslunum hér að neðan.Það er eitt að segja fólki að kyssa peninga en það er annað, og gersamlega STURLAÐ, að segja að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé að segja okkur þunglynda liðinu að 'við séum nóg“. Fuck this shit. https://t.co/NnWwYS9p49— Atli Jasonarson (@atlijas) January 14, 2019 Of mikil einföldun á umræðu um sjálfsvíg Geðhjálp, samtökum um bættan hag fólks með geðraskanir, hefur borist nokkur fjöldi ábendinga vegna ummæla Öldu Karenar. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra Geðhjálpar, Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur, snúa ábendingarnar að því að um sé að ræða of mikla einföldun á umræðu um sjálfsvíg. Þá sé það beinlínis ekki rétt að hugsunin „þú ert nóg“ sé einhvers konar lausn við sjálfsvígshugsunum. Salbjörg Bjarnadóttir, verkefnastjóri sjálfsvígsforvarna hjá Landlæknisembættinu, hafði kynnt sér ummæli Öldu Karenar lauslega þegar Vísir náði tali af henni í dag. Salbjörg segir fyrst og fremst að það mikilvægasta sé að nálgast alla umræðu um sjálfsvíg af ábyrgð og virðingu. „Í rauninni er það þannig að sjálfsvíg hafa alltaf fylgt mannkyninu og þetta var mikið „suss suss“ áður fyrr en umræðan hefur opnast. Þegar við ræðum um eða fræðum fólk um sjálfsvíg verður alltaf að að gera það af virðingu og ábyrgð, líka við aðstandendur, af því að það er mikið af erfiðum tilfinningum. Þá má aldrei vera nein upphrópun í sambandi við sjálfsvíg eða að „hæpa“ eitthvað upp.“Alda Karen Hjaltalín flutti fyrirlestur fyrir fullri Eldborg í fyrra. Næsti fyrirlestur er á dagskrá nú í janúar en hún hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um andleg veikindi.FBL/ErnirSjálfsvíg er ekki sjúkdómur Salbjörg segir það jafnframt mikilvægt að rétt sé farið með hugtök í umræðu um andleg veikindi og vísar sérstaklega í ummæli Öldu Karenar þar sem hún sagði sjálfsvíg „stærsta sjúkdóminn sem skekur mannkynið.“ „Sjálfsvíg eða sjálfsvígshugsanir eru ekki sjúkdómur heldur er þetta ástand sem skapast af vanlíðan,“ segir Salbjörg. Þá nefndi Alda Karen í gær að kveikjan að væntanlegum fyrirlestri hefði m.a. verið sú að hún hefði komist að því að árið 2018 hefði verið „rosalega mikið af sjálfsvígum“. Salbjörg setur spurningamerki við þá fullyrðingu Öldu Karenar. „Ég veit ekki hvaðan hún hefur þessar tölur. Það eru ekki komnar út tölur um sjálfsvíg fyrir árið 2018. Það koma vissulega eitt og eitt toppár eins og 2013, það var erfitt, og 2010 var erfitt, en sjálfsvígin eru yfirleitt á bilinu 36-40 á ári og árið 2017 voru þau 34.“ Raunhæf hjálp nauðsynleg Innt eftir því hvernig það samræmist vinnu sjálfsvígsforvarna að ófaglærðir fyrirlesarar líkt og Alda Karen fjalli um sjálfsvíg með þessum hætti segir Salbjörg að Landlæknisembættið hafi lítið um það að segja. Að því sögðu sé það vissulega ekki nóg að segja bara „þú ert nóg“. „Þetta er manneskja sem er að reyna sitt besta en er ekki fagmenntuð. Við höfum ekkert yfir þeim sem eru ófaglærðir að segja,“ segir Salbjörg. Hún bendir þó á að ýmsir „ófaglærðir“ aðilar sinni geðfræðslu, til að mynda prestar og lögreglumenn, en þeir hafi iðulega fengið fræðslu frá fagmönnum úr heilbrigðisgeiranum. „Þetta er ekki bara „þú ert nóg“. Maður segir ekki „þú ert nóg“ við einhvern sem er þunglyndur, með kvíða, fráskilinn, í fátækt og svo framvegis. Það þarf að koma raunhæf hjálp samhliða öllu hinu.“Sjá einnig: Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Að síðustu bendir Salbjörg á ýmis úrræði sem standa fólki með sjálfsvígshugsanir til boða. Þannig sé hægt að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins 1717, heilsugæslustöðvar og geðsvið Landspítala auk þess sem samtök á borð við Pieta, Geðhjálp og Nýja dögun bjóði upp á fræðslu. Þá vísar Salbjörg einnig í viðamikla aðgerðaráætlun starfshóps á vegum Landlæknisembættisins sem gefin var út í maí í fyrra. Aðgerðaráætlunin miðar að því að fækka sjálfsvígum á Íslandi og telur hún yfir 50 aðgerðir í sex liðum. Hægt er að nálgast aðgerðaráætlunina hér.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.Nánari upplýsingar hér.
Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30 Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45 Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir umræðu um sjálfsvíg mun opnari en áður. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Ekki allir sáttir við ummæli Öldu Karenar: „Lausnin við þessu er svo einföld“ Alda Karen Hjaltalín, fyrirlesarinn sem vakið hefur mikla athygli að undanförnu, var gestur Íslands í dag í gærkvöldi. 15. janúar 2019 11:30
Gera grín að peningakossum Öldu Karenar Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín heldur úti nokkuð virkri Facebook og Instagram síðu þar sem hún meðal annars sýnir fylgjendum sínum ákveðna lífslykla eins og hún kallar það sjálf. 11. janúar 2019 16:45
Umræða um sjálfsvíg opnari en áður Verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir umræðu um sjálfsvíg mun opnari en áður. 12. nóvember 2018 21:30