Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2019 13:00 Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir. Braggamálið Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. Þær Vigdís Hauksdóttir fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttir fulltrúi Flokks fólksins leggja fram tillögu um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda á fundi borgarstjórnar í dag. Kolbrún telur að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni að misferli hafi átt sér stað. „Ég tel afar mikilvægt að þar til bær yfirvöld fái þetta mál til frekari rannsóknar. Það er búið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög og innkaupareglur borgarinnar en það er llíka skjalavörslumálið sem er háalvarlegt,“ segir Kolbrún. Í aðsendri grein Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni í Fréttablaðinu í dag kemur fram að rangt sé að skýrsla Innri endurskoðunnar sýni fram á hegningarlagabrot eins og Vigdís Hauksdóttir hafi haldið fram. Kolbrún segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er ekkert hægt að segja þetta núna þar sem slík rannsókn hafi ekki átt sér stað en það kemur fram í skýrslu Innri endurskoðunar að misferlishættan er mjög mikil og svo er þetta líka spurning um tölvupósta sem hefur verið eytt og ekki var farið í að fullklára að endurheimta þá,“ segir Kolbrún. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sakaði fulltrúa minnihlutans um upphlaup í fréttum Bylgjunnar um helgina. „Það er hlutverk Innri endurskoðenda ef upp kemur grunur um saknæmt athæfi að vísa slíkum málum til þar til bærra aðila,“ segir Dagur. Kolbrún segir að ákvörðun um að vísa málinu áfram sé ekki í höndum Innri endurskoðunar. „Innri endurskoðandi leggur þessa skýrslu í okkar hendur og það er okkar ákvörðun að taka málið áfram, það er ekkert hans ákvörðun að klára það,“ segir hún. Hún telur hins vegar ekki líklegt að tillaga um að vísa málinu áfram verði samþykkt í dag. „Ég myndi nú halda það að Sjálfstæðismenn muni styðja tillöguna en miðað við tóninn í meirihlutanum er ég ekki bjartsýn á að hún verði samþykkt í borgarstjórn,“ segir Kolbrún Baldursdóttir.
Braggamálið Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira