Ruðningsliði Clemson Tigers, sem sigraði nýlega bandarísku háskóladeildina, var því boðið upp á yfir þrjú hundruð hamborgara er þeir heimsóttu Hvíta húsið í gær. Þá gæddi liðið sér einnig á pítsu og frönskum.
„Vegna lokunarinnar fórum við út og pöntuðum bandarískan skyndibitamat sem ég greiddi sjálfur fyrir,“ tjáði Trump blaðamönnum í veislunni í gær. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC hafa ekki fengist upplýsingar um kostnaðinn við skyndibitakaupin.
Bandarískum ríkisstofnunum var lokað vegna kröfu Trumps um fjármagn fyrir múr sem hann vill reisa við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Lokunin er nú orðin sú lengsta í sögunni en um átta hundruð þúsund opinberir starfsmenn hafa annað hvort verið skikkaðir í leyfi frá störfum eða látnir mæta til vinnu án þess að fá útborguð laun síðan í desember síðastliðnum.
