Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 16:40 Trump notaði lokun alríkisstofnana til að reyna að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrs en án árangurs. Spurning er nú hvort hann vilji leggja í aðra atrennu óvinsælla lokana til að ná helsta kosningaloforði sínu. Vísir/EPA Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hvíta húsið segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi enn ekki gert upp hug sinn til samkomulags sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð til að koma í veg fyrir að alríkisstofnunum verði lokað aftur eftir föstudaginn. Samkomulagið felur ekki í sér fjárveitingu til landamæramúrsins sem Trump lokaði stofnunum til að knýja á um. Fjárheimildir hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna renna út eftir föstudaginn 15. febrúar. Um fjórðungi ríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að beita neitunarvaldi gegn útgjaldafrumvörpum sem þingið hafði náð saman vegna kröfu hans um 5,7 milljarða dollara til framkvæmda við múr á landamærunum að Mexíkó. Samkomulagið sem flokkarnir náðu í gærkvöldi felur í sér um 1,4 milljarða framlag til nýrra girðinga og hindrana á landamærunum, fjarri þeirri upphæð sem Trump vill í múrinn. Það myndi hins vegar fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem endar 30. september.Reuters-fréttastofan hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Trump hafi enn ekki ákveðið hvort að hann leggi blessun sína yfir samkomulagið. Mánaðarlöngu lokuninni lauk í síðasta mánuði þegar Trump lét undan og samþykkti bráðabirgðafrumvarp um fjármögnunum stofnananna til 15. febrúar. Skoðanakannanir hafa bent til þess að almenningur kenni forsetanum helst um lokunina í síðasta mánuði. Margir repúblikanar eru sagðir ólmir að forðast það að til annarrar lokunar komi vegna kröfu forsetans um landamæramúr.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36