Facebook stefnir að því að tengja saman Instagram, Messenger og Whatsapp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 16:10 Undanfarið ár hefur ekki verið það besta í rekstri Facebook en hér sést stofnandinn og forstjórinn Mark Zuckerberg fyrir bandarískri þingnefnd í fyrra. vísir/getty Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að forritin verði öll áfram til notkunar. Þau verða hins vegar tengd saman á mun dýpra plani þannig að skilaboð geta farið á milli mismunandi forrita en Facebook segir að fyrirtækið sé aðeins á byrjunarreit á löngu ferli verkefnisins. Talið er að um sé að ræða persónulegt verkefni stofnanda og forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg. Gangi það eftir að tengja forritin þrjú saman mun Facebook-notandi geta átt í samskiptum við manneskju sem er bara með til dæmis Whatsapp. Það er ekki hægt í dag þar sem forritin eru alveg aðskilin. Zuckerberg er sagður þrýsta á um að verkefnið gangi eftir þar sem hann vill að skilaboðaþjónustan verði gagnlegri og notendur verji meira tíma í forritunum þremur. Verði það að veruleika að tengja forritin þrjú saman gæti Facebook orðið samkeppnishæfara við skilaboðaþjónustu Google og iMessage Apple að sögn blaðamanns The Verge, Makenu Kelly. Það að tengja forritin þrjú saman er merki um mikla stefnubreytingu hjá Facebook þar sem Instagram og Whatsapp hafa verið nánast algjörlega aðskilin fyrirtæki frá því að þau sameinuðust samfélagsmiðlarisa Zuckerberg. Þó nokkuð fjaðrafok hefur verið í kringum Facebook undanfarin misseri, ekki síst í kjölfar Cambridge Analytica-skandalsins en samnefnt greiningarfyrirtæki varð uppvíst að misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook-notenda í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Zuckerberg var meðal annars boðaður bæði fyrir bandaríska og breska þingnefnd vegna málsins. Facebook Tengdar fréttir Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45 Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15 Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Facebook stefnir að því að tengja saman skilaboðaþjónustuna sem samfélagsmiðillinn býður upp á í gegnum Instagram, Facebook Messenger og Whatsapp. Frá þessu er greint á vef BBC en þar segir að forritin verði öll áfram til notkunar. Þau verða hins vegar tengd saman á mun dýpra plani þannig að skilaboð geta farið á milli mismunandi forrita en Facebook segir að fyrirtækið sé aðeins á byrjunarreit á löngu ferli verkefnisins. Talið er að um sé að ræða persónulegt verkefni stofnanda og forstjóra Facebook, Mark Zuckerberg. Gangi það eftir að tengja forritin þrjú saman mun Facebook-notandi geta átt í samskiptum við manneskju sem er bara með til dæmis Whatsapp. Það er ekki hægt í dag þar sem forritin eru alveg aðskilin. Zuckerberg er sagður þrýsta á um að verkefnið gangi eftir þar sem hann vill að skilaboðaþjónustan verði gagnlegri og notendur verji meira tíma í forritunum þremur. Verði það að veruleika að tengja forritin þrjú saman gæti Facebook orðið samkeppnishæfara við skilaboðaþjónustu Google og iMessage Apple að sögn blaðamanns The Verge, Makenu Kelly. Það að tengja forritin þrjú saman er merki um mikla stefnubreytingu hjá Facebook þar sem Instagram og Whatsapp hafa verið nánast algjörlega aðskilin fyrirtæki frá því að þau sameinuðust samfélagsmiðlarisa Zuckerberg. Þó nokkuð fjaðrafok hefur verið í kringum Facebook undanfarin misseri, ekki síst í kjölfar Cambridge Analytica-skandalsins en samnefnt greiningarfyrirtæki varð uppvíst að misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook-notenda í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Zuckerberg var meðal annars boðaður bæði fyrir bandaríska og breska þingnefnd vegna málsins.
Facebook Tengdar fréttir Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45 Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15 Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega. 6. janúar 2019 08:45
Erlendar fréttir ársins: Brúðkaup aldarinnar 2018, bíl skotið út í geim og „annus horribilis“ hjá Facebook Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. 21. desember 2018 09:15
Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis. 20. desember 2018 12:00