Fjöldi látinna kominn í 107 Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2019 11:19 Slysið varð í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki. AP Tala látinna eftir að bensínleiðsla sprakk í Mexíkó fyrir viku er nú komin í 107. Frá þessu greinir talsmaður Mexíkóstjórnar. Fjörutíu manns eru enn á sjúkrahúsi og er ástand margra þeirra sagt alvarlegt. Búið var að bora gat í leiðsluna í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki og höfðu mörg hundruð flykkst á staðinn til að ná sér í bensín. Aðstandendur látinna hafa kennt ríkisstjórn landsins um slysið, að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma í veg fyrir bensínstuldi sem þarna var. Eldsneytisskortur ríkir víða í landinu.„Huachicol“ Stolið bensín gengur undir nafninu „huachicol“ og er vanalega selt á hálfu markaðsverði. Olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó og er talið að hann hafi til dæmis kostað mexíkóska ríkið yfir þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Í fyrri frétt Vísis var sagt frá því að sjónarvottar sem komust lífs af hafi sagt að í fyrstu hafi lekinn við gatið á leiðslunni verið lítill. Hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Svo virðist sem að einhver í biðröðinni hafi hins vegar rekið steypujárn í gatið í þeim tilgangi að stækka það. Við það flæddi olía út um allt og voru nærstaddir allir þaktir olíu. Skömmu síðar hafi sprengingin orðið, en ekki er vitað hvað olli henni. Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Tala látinna eftir að bensínleiðsla sprakk í Mexíkó fyrir viku er nú komin í 107. Frá þessu greinir talsmaður Mexíkóstjórnar. Fjörutíu manns eru enn á sjúkrahúsi og er ástand margra þeirra sagt alvarlegt. Búið var að bora gat í leiðsluna í bænum Tlahuelilpan í Hidalgo-ríki og höfðu mörg hundruð flykkst á staðinn til að ná sér í bensín. Aðstandendur látinna hafa kennt ríkisstjórn landsins um slysið, að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma í veg fyrir bensínstuldi sem þarna var. Eldsneytisskortur ríkir víða í landinu.„Huachicol“ Stolið bensín gengur undir nafninu „huachicol“ og er vanalega selt á hálfu markaðsverði. Olíuþjófnaður er alvarlegt vandamál í Mexíkó og er talið að hann hafi til dæmis kostað mexíkóska ríkið yfir þrjá milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári. Í fyrri frétt Vísis var sagt frá því að sjónarvottar sem komust lífs af hafi sagt að í fyrstu hafi lekinn við gatið á leiðslunni verið lítill. Hægt hafi verið að fylla eina og eina fötu í einu þannig að biðröð myndaðist. Svo virðist sem að einhver í biðröðinni hafi hins vegar rekið steypujárn í gatið í þeim tilgangi að stækka það. Við það flæddi olía út um allt og voru nærstaddir allir þaktir olíu. Skömmu síðar hafi sprengingin orðið, en ekki er vitað hvað olli henni.
Mexíkó Tengdar fréttir 66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31 Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
66 látnir eftir að olíuleiðsla sprakk í Mexíkó Olíuleiðsla sprakk með hræðilegum afleiðingum í Hidalgo ríki Mexíkó í dag. Hið minnsta 66 eru látnir. 19. janúar 2019 14:31
Segja fólk næst leiðslunni hafa verið löðrandi í olíu áður en hún sprakk Tala þeirra sem létust í gríðarmikilli sprengingu við olíuleiðslu í Mexíkó á föstudaginn er kominn upp í 85. Sprengingin varð er íbúar í nærliggjandi bæ freistuðu þess að stela olíu 21. janúar 2019 10:34