Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 75-76 | Spennutryllir í Ljónagryfjunni Gabríel Sighvatsson skrifar 25. janúar 2019 23:00 Elvar Már Friðriksson hefur verið frábær síðan hann kom heim. vísir/bára Njarðvík tók á móti Tindastóli í toppslag í Dominos deild karla í kvöld. Njarðvík var fyrir leikinn búið að vinna 10 leiki í röð í deildinni á meðan Stólarnir voru í 2.sæti að leitast eftir að minnka bilið milli þeirra. Þetta var hörkuslagur allt frá byrjun til enda. Í dag gat þetta dottið báðum megin en að lokum unnu gestirnir eins stiga sigur. Frábær vörn var undirstaðan í þessum leik og bæði lið skoruðu um 75 stig. Það var ekki nema eitt skot til eða frá sem skipti sköpum í leiknum. Tindastóll minnkaði bilið en Njarðvík er enn í góðri stöðu á toppi deildarinnar.Hvers vegna vann Tindastóll? Þetta datt þeirra megin í dag. Bæði lið börðust eins og ljón til síðustu sekúndu og sigurinn var eflaust extra sætur fyrir gestina og extra súr fyrir heimamenn.Hvað gekk illa? Það var helst að liðunum gekk illa að skora þegar á þurfti. Tindastóll sýndi stöðugleika út næstum allan leikinn en duttu stundum niður í sókninni. Njarðvíkingar hefðu líka getað hitt úr fleiri skotum, sérstaklega undir lokin þegar þeir reyndu við stór skot. Það voru villur út um allt í þessum leik og lokatölur bera þess vitni.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már Friðriksson skoraði 20 stig og var mjög góður í seinni hálfleik í kvöld. Urald King var stigahæstur og frákastahæstur í sínu liði með 25 stig og 10 fráköst. Hann og Mario Matasovic háðu mikla baráttu í kvöld og Mario átti 15 fráköst sem og 15 stig.Hvað gerist næst? Tindastóll náði að minnka bilið milli liðanna niður í 2 stig. Næsti leikur þeirra er gegn KR á Sauðárkróki. Njarðvík heimsækir Hauka í næstu umferð og má búast við hörkuleik þar.Logi: Úrslitakeppnisleikur Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var svekktur með niðurstöðuna í kvöld. „Við vissum að þetta yrði svona úrslitakeppnis-leikur. Við hefðum verið í rosalega góðri stöðu hefðum við unnið í kvöld og sett þá svolítið mikið fyrir aftan okkur en nú er þetta aftur orðin jöfn barátta á toppnum. Um jólin voru þeir á toppnum og það er ekki langt síðan." „Þetta hefði getað dottið báðum megin og þeir hittu einu skoti fleira en við og voru einu stigi betri en við í kvöld en við tökum þessu eins og menn og vöðum í næsta leik." Þetta var virkilega erfiður leikur og bæði lið börðust fyrir sínu. „Það verður svoleiðis þegar toppliðin mætast. Það eru mörg góð lið í deildinni og það verða fleiri svona leikir, við verðum að vera viðbúnir því. Við erum búnir að vinna marga jafna leiki en nú töpum við einum jöfnum leik. Lið lenda í því og við tökum því bara og förum í næsta leik fullir sjálfstrausts," sagði Logi sem var hvergi banginn. Njarðvík klikkaði á lokaskoti leiksins og það skar úr um úrslit leiksins. „Ég jafna þegar 18 sekúndur eru eftir, þeir skora úr víti og komast einu yfir og svo hittum við ekki skotið til að vinna leikinn. Við viljum fá þessi skot til að vinna og í kvöld datt það ekki og það var bara munurinn."Martin: Allur bærinn styður liðið og þessi sigur er fyrir þau Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hæstánægður með 2 stig í kvöld og sagði að þessi sigur hefði verið fyrir stuðningsmennina en stór hópur kom frá Sauðárkróki til að styðja sitt lið í kvöld og sóttu gestirnir sigur á erfiðum útivelli. „Ég er ánægður með framlagið frá mínu liði. Við áttum þennan sigur algjörlega skilið, ég ber mikla virðingu fyrir Njarðvík og Einari (Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkur), þeir eru frábært lið. Við höfum mætt miklu mótlæti í janúar, nokkur meiðsli en allur bærinn styður liðið og þessi sigur er fyrir þau, þau eiga þennan sigur skilið." „Nú getum við séð hlutina betur en á sama tíma þurfum við að vinna fyrir þessu og við trúum á sjálfa okkur aftur." Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og þetta var eins og að horfa á leik í úrslitakeppninni. „Auðvitað, það er fullkomið að spila við þetta lið á þeirra heimavelli. Þetta var sjónvarpsleikur, sýnt um allt land. Við erum að sjá miklar framfarir í íslenskum körfubolta, það eru margir góðir leikmenn og þjálfarar og körfuboltinn er sífellt að verða betri." „Þetta er mjög góð áskorun fyrir okkur til að sjá hvernig við stöndum," sagði Israel en hann hrósaði sínum mönnum mikið eftir leik. „Við spiluðum með hjartanu, við spiluðum eins og liðið hefur spilað í gegnum árin. Góð vörn, nota völlinn og berjast fyrir hverjum bolta."Einar Árni: Eitthvað fyrir áhorfendur en súrt að tapa Einar Árni Jóhannsson, þurfti að sætta sig við tap í kvöld en síðasta tap Njarðvíkur kom einmitt gegn Tindastóli í október í fyrra. Þetta mátti ekki tæpara standa. „Þetta var spurning um síðasta skot. Það er eitthvað sem er fyrir áhorfendur en það er súrt að tapa." Síðasta sókn leiksins virtist vera teiknuð fyrir Jeb Ivey sem átti að vinna leikinn fyrir þá eins og hann hefur áður gert. Í kvöld gekk það ekki en Jeb hitti ekki körfuna. „Hann átti að opna sig fyrstur og fá boltann ef mögulegt væri," sagði Einar sem gat sett út á spilamennskuna í kvöld. „Ef ég horfi á fyrri hálfleikinn þá fannst mér við ekki gera nægilega vel í færslunum í varnarleik, þeir voru að fá allt of mikið af auðveldum körfum og sérstaklega þegar við vorum að skora sjálfir og þeir hlupu í bakið á okkur og voru að fá að leggja hann í sem var dýrt." „Við lögum það í síðari hálfleik og margt mun betra, þetta er svekkjandi þar sem við náum góðum stoppum og að jafna leikinn 54-54 eftir að hafa verið 7-8 stigum undir. Við hendum því frá okkur, aftur upp í 7-8 stig. Það fer mikil orka í að ná það til baka, við náðum því samt til baka." „Svo þegar maður horfir blákalt á þetta þá hittum við illa fyrir utan línuna í dag og á sama tíma fannst mér þeir setja góð skot í gegnum allan leikinn, þar liggur svolítið munurinn." Njarðvíkingar eru ennþá í góðri stöðu í deildinni og eru í bíltjórasætinu um deildarmeistaratitilinn. „Markmiðið er bara að vinna næsta leik, við vissum að við værum að fara í hörkuleik, það er hægt að snúa þessu á alla vegu. Stólarnir eru búnir að tapa leikjum sem þeir áttu ekki að tapa og við höfum verið að vinna leiki sem við áttum kannski ekki skilið að vinna." "En "bottom line" er það að við erum í forystu en við eigum eftir að spila marga leiki í deildinni og Tindastóll líka. Það sem meira er að það eru lið fyrir aftan okkur sem eru feykisterk. Baráttan mun, held ég, halda áfram fram á síðasta dag og ég held að við sjáum ekki neina skýra niðurstöðu fyrr en um miðjan mars." Einar segist ekki vera að leitast við að styrkja hópinn eins og önnur lið í deildinni hafa verið að gera. "Nei, það er frekar að við séum í vandræðum með að finna mínútur fyrir sterka leikmenn, heldur en hitt þannig að við erum ekki að fara að bæta við mönnum." " Dominos-deild karla
Njarðvík tók á móti Tindastóli í toppslag í Dominos deild karla í kvöld. Njarðvík var fyrir leikinn búið að vinna 10 leiki í röð í deildinni á meðan Stólarnir voru í 2.sæti að leitast eftir að minnka bilið milli þeirra. Þetta var hörkuslagur allt frá byrjun til enda. Í dag gat þetta dottið báðum megin en að lokum unnu gestirnir eins stiga sigur. Frábær vörn var undirstaðan í þessum leik og bæði lið skoruðu um 75 stig. Það var ekki nema eitt skot til eða frá sem skipti sköpum í leiknum. Tindastóll minnkaði bilið en Njarðvík er enn í góðri stöðu á toppi deildarinnar.Hvers vegna vann Tindastóll? Þetta datt þeirra megin í dag. Bæði lið börðust eins og ljón til síðustu sekúndu og sigurinn var eflaust extra sætur fyrir gestina og extra súr fyrir heimamenn.Hvað gekk illa? Það var helst að liðunum gekk illa að skora þegar á þurfti. Tindastóll sýndi stöðugleika út næstum allan leikinn en duttu stundum niður í sókninni. Njarðvíkingar hefðu líka getað hitt úr fleiri skotum, sérstaklega undir lokin þegar þeir reyndu við stór skot. Það voru villur út um allt í þessum leik og lokatölur bera þess vitni.Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már Friðriksson skoraði 20 stig og var mjög góður í seinni hálfleik í kvöld. Urald King var stigahæstur og frákastahæstur í sínu liði með 25 stig og 10 fráköst. Hann og Mario Matasovic háðu mikla baráttu í kvöld og Mario átti 15 fráköst sem og 15 stig.Hvað gerist næst? Tindastóll náði að minnka bilið milli liðanna niður í 2 stig. Næsti leikur þeirra er gegn KR á Sauðárkróki. Njarðvík heimsækir Hauka í næstu umferð og má búast við hörkuleik þar.Logi: Úrslitakeppnisleikur Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, var svekktur með niðurstöðuna í kvöld. „Við vissum að þetta yrði svona úrslitakeppnis-leikur. Við hefðum verið í rosalega góðri stöðu hefðum við unnið í kvöld og sett þá svolítið mikið fyrir aftan okkur en nú er þetta aftur orðin jöfn barátta á toppnum. Um jólin voru þeir á toppnum og það er ekki langt síðan." „Þetta hefði getað dottið báðum megin og þeir hittu einu skoti fleira en við og voru einu stigi betri en við í kvöld en við tökum þessu eins og menn og vöðum í næsta leik." Þetta var virkilega erfiður leikur og bæði lið börðust fyrir sínu. „Það verður svoleiðis þegar toppliðin mætast. Það eru mörg góð lið í deildinni og það verða fleiri svona leikir, við verðum að vera viðbúnir því. Við erum búnir að vinna marga jafna leiki en nú töpum við einum jöfnum leik. Lið lenda í því og við tökum því bara og förum í næsta leik fullir sjálfstrausts," sagði Logi sem var hvergi banginn. Njarðvík klikkaði á lokaskoti leiksins og það skar úr um úrslit leiksins. „Ég jafna þegar 18 sekúndur eru eftir, þeir skora úr víti og komast einu yfir og svo hittum við ekki skotið til að vinna leikinn. Við viljum fá þessi skot til að vinna og í kvöld datt það ekki og það var bara munurinn."Martin: Allur bærinn styður liðið og þessi sigur er fyrir þau Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var hæstánægður með 2 stig í kvöld og sagði að þessi sigur hefði verið fyrir stuðningsmennina en stór hópur kom frá Sauðárkróki til að styðja sitt lið í kvöld og sóttu gestirnir sigur á erfiðum útivelli. „Ég er ánægður með framlagið frá mínu liði. Við áttum þennan sigur algjörlega skilið, ég ber mikla virðingu fyrir Njarðvík og Einari (Árna Jóhannssyni, þjálfara Njarðvíkur), þeir eru frábært lið. Við höfum mætt miklu mótlæti í janúar, nokkur meiðsli en allur bærinn styður liðið og þessi sigur er fyrir þau, þau eiga þennan sigur skilið." „Nú getum við séð hlutina betur en á sama tíma þurfum við að vinna fyrir þessu og við trúum á sjálfa okkur aftur." Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun og þetta var eins og að horfa á leik í úrslitakeppninni. „Auðvitað, það er fullkomið að spila við þetta lið á þeirra heimavelli. Þetta var sjónvarpsleikur, sýnt um allt land. Við erum að sjá miklar framfarir í íslenskum körfubolta, það eru margir góðir leikmenn og þjálfarar og körfuboltinn er sífellt að verða betri." „Þetta er mjög góð áskorun fyrir okkur til að sjá hvernig við stöndum," sagði Israel en hann hrósaði sínum mönnum mikið eftir leik. „Við spiluðum með hjartanu, við spiluðum eins og liðið hefur spilað í gegnum árin. Góð vörn, nota völlinn og berjast fyrir hverjum bolta."Einar Árni: Eitthvað fyrir áhorfendur en súrt að tapa Einar Árni Jóhannsson, þurfti að sætta sig við tap í kvöld en síðasta tap Njarðvíkur kom einmitt gegn Tindastóli í október í fyrra. Þetta mátti ekki tæpara standa. „Þetta var spurning um síðasta skot. Það er eitthvað sem er fyrir áhorfendur en það er súrt að tapa." Síðasta sókn leiksins virtist vera teiknuð fyrir Jeb Ivey sem átti að vinna leikinn fyrir þá eins og hann hefur áður gert. Í kvöld gekk það ekki en Jeb hitti ekki körfuna. „Hann átti að opna sig fyrstur og fá boltann ef mögulegt væri," sagði Einar sem gat sett út á spilamennskuna í kvöld. „Ef ég horfi á fyrri hálfleikinn þá fannst mér við ekki gera nægilega vel í færslunum í varnarleik, þeir voru að fá allt of mikið af auðveldum körfum og sérstaklega þegar við vorum að skora sjálfir og þeir hlupu í bakið á okkur og voru að fá að leggja hann í sem var dýrt." „Við lögum það í síðari hálfleik og margt mun betra, þetta er svekkjandi þar sem við náum góðum stoppum og að jafna leikinn 54-54 eftir að hafa verið 7-8 stigum undir. Við hendum því frá okkur, aftur upp í 7-8 stig. Það fer mikil orka í að ná það til baka, við náðum því samt til baka." „Svo þegar maður horfir blákalt á þetta þá hittum við illa fyrir utan línuna í dag og á sama tíma fannst mér þeir setja góð skot í gegnum allan leikinn, þar liggur svolítið munurinn." Njarðvíkingar eru ennþá í góðri stöðu í deildinni og eru í bíltjórasætinu um deildarmeistaratitilinn. „Markmiðið er bara að vinna næsta leik, við vissum að við værum að fara í hörkuleik, það er hægt að snúa þessu á alla vegu. Stólarnir eru búnir að tapa leikjum sem þeir áttu ekki að tapa og við höfum verið að vinna leiki sem við áttum kannski ekki skilið að vinna." "En "bottom line" er það að við erum í forystu en við eigum eftir að spila marga leiki í deildinni og Tindastóll líka. Það sem meira er að það eru lið fyrir aftan okkur sem eru feykisterk. Baráttan mun, held ég, halda áfram fram á síðasta dag og ég held að við sjáum ekki neina skýra niðurstöðu fyrr en um miðjan mars." Einar segist ekki vera að leitast við að styrkja hópinn eins og önnur lið í deildinni hafa verið að gera. "Nei, það er frekar að við séum í vandræðum með að finna mínútur fyrir sterka leikmenn, heldur en hitt þannig að við erum ekki að fara að bæta við mönnum." "
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti