Evrópuþingið vill varúðarráðstöfunina Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2019 06:15 Frá írsku landamærunum. Nordicphotos/AFP Brexit-hópur Evrópuþingsins sagði að þingið myndi ekki samþykkja útgöngusamning ríkisstjórnar Bretlands við ESB ef umdeilt ákvæði um varúðarráðstöfun fyrir fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands verður fjarlægt. Þessi varúðarráðstöfun er helsta ástæðan fyrir því að breska þingið felldi samninginn á dögunum og gengur út á að Norður-Írland skuli hlýða stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi, náist ekki sérstakt samkomulag um fyrirkomulag á landamærunum. Stór hluti Íhaldsflokksins greiddi því atkvæði gegn ríkisstjórn sinni í málinu. Jacob Rees-Mogg, eiginlegt andlit hóps ósáttra, sagði svo á miðvikudag að það væri vel hægt að breyta samningnum. Til þess þyrfti varúðarráðstöfunin að fara. Þessu er Guy Verhofstadt, formaður Brexit-hópsins, ekki sammála. „Formaðurinn ítrekaði að samkomulagið væri sanngjarnt og að ekki væri hægt að semja upp á nýtt. Þetta á sérstaklega við um varúðarráðstöfunina en án hennar mun Evrópuþingið ekki samþykkja samkomulagið,“ sagði í yfirlýsingu. Æðsti yfirmaður írsku lögreglunnar blés í gær á fréttir af því að 600 írskir lögreglumenn gætu verið sendir að landamærunum til þess að tryggja öryggi á svæðinu ef Bretland yfirgefur ESB án samnings. „Þetta hef ég aldrei talað um og ég hef aldrei íhugað slíka tillögu,“ sagði í yfirlýsingu frá Drew Harris lögreglustjóra. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira
Brexit-hópur Evrópuþingsins sagði að þingið myndi ekki samþykkja útgöngusamning ríkisstjórnar Bretlands við ESB ef umdeilt ákvæði um varúðarráðstöfun fyrir fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands verður fjarlægt. Þessi varúðarráðstöfun er helsta ástæðan fyrir því að breska þingið felldi samninginn á dögunum og gengur út á að Norður-Írland skuli hlýða stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi, náist ekki sérstakt samkomulag um fyrirkomulag á landamærunum. Stór hluti Íhaldsflokksins greiddi því atkvæði gegn ríkisstjórn sinni í málinu. Jacob Rees-Mogg, eiginlegt andlit hóps ósáttra, sagði svo á miðvikudag að það væri vel hægt að breyta samningnum. Til þess þyrfti varúðarráðstöfunin að fara. Þessu er Guy Verhofstadt, formaður Brexit-hópsins, ekki sammála. „Formaðurinn ítrekaði að samkomulagið væri sanngjarnt og að ekki væri hægt að semja upp á nýtt. Þetta á sérstaklega við um varúðarráðstöfunina en án hennar mun Evrópuþingið ekki samþykkja samkomulagið,“ sagði í yfirlýsingu. Æðsti yfirmaður írsku lögreglunnar blés í gær á fréttir af því að 600 írskir lögreglumenn gætu verið sendir að landamærunum til þess að tryggja öryggi á svæðinu ef Bretland yfirgefur ESB án samnings. „Þetta hef ég aldrei talað um og ég hef aldrei íhugað slíka tillögu,“ sagði í yfirlýsingu frá Drew Harris lögreglustjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Norður-Írland Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Sjá meira