Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 21:00 Jared Kushner (t.v.) og Ivanka Trump (t.h.). AP/Pablo Martinez Monsivais Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafið Hvíta húsið um upplýsingar um notkun starfsmanna þess á skilaboðaforritum og öðrum samskiptaforritum í ljósi vísbendinga um að tengdasonur Donalds Trump forseta noti spjallforritið WhatsApp í opinberum erindrekstri. Þá er dóttir forsetans sögð nota persónulegan tölvupóst í opinberum erindagjörðum. Lögmaður Jareds Kushner, tengdasonar Trump og helsta ráðgjafa, sagði Elijah Cummings, formanni eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að Kushner notaði WhatsApp í opinberum erindagjörðum í desember. Frá þessu greindi Cummings í bréfi til Hvíta hússins þar sem hann krafðist gagna um notkun starfsmanna á samskiptaforritum, að sögn Washington Post. Tölvupóstar og fjarskiptaöryggi urðu að einu umtalaðasta máli kosningabaráttunnar fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá gagnrýndu repúblikanar Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata, harðlega fyrir að hafa haft samskipti um eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Trump kallaði meðal annars eftir því að hún yrði fangelsuð fyrir það þrátt fyrir að alríkislögreglan FBI hefði komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að sækja hana til saka. Hafi Kushner notað dulkóðuð skilaboð sem WhatsApp býður upp á til að senda skilaboð í tengslum við opinber störf sín gæti það verið brot á stefnu Hvíta hússins og lögum um varðveislu gagna forsetaembættisins nema hann hafi gert afrit af þeim á opinberum samskiptamiðlum sínum innan tuttugu daga. Cummings segir að lögmaður Kushner hefði fullyrt við sig að hann hefði farið að lögum og reglum vegna þess að hann hefði tekið skjáskot af samskiptum sínum og áframsent þau á opinbert tölvupóstfang sitt eða til starfsmanna þjóðaröryggisráðsins. Lögmaðurinn neitaði því að Kushner hefði notað WhatsApp til að eiga í samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga.Trump er sagður hafa skipað persónulega fyrir um að tengdasonur sinn skyldi fá öryggisheimild þrátt fyrir andmæli leyniþjónustusérfræðinga.AP/Evan VucciSendi hundruð pósta frá persónulegu tölvupóstfangi Lögmaðurinn sagði Cummings einnig að Ivanka Trump, dóttir forsetans, eiginkona Kushner og ráðgjafi í Hvíta húsinu, hefði tekið við tölvupóstum vegna opinberra erinda á persónulegu tölvupóstfangi sínu og að hún áframsendi þá pósta ekki alltaf á opinbert tölvupóstfang sitt hjá Hvíta húsinu. Átti hann þá við fyrir september árið 2017 þegar lögfræðingar Hvíta hússins áttuðu sig á umfangi tölvupóstsendinga hennar í gegnum persónulegt póstfang. Þá hafði komið í ljós að hún hefði sent hundruð pósta frá persónulegu póstfangi sínu til starfsmanna Hvíta hússins og braut það gegn alríkislögum um varðveislu gagna. Sagt var frá því fyrir nokkru að Trump forseti hefði gripið fram fyrir hendurnar á leyniþjónustusérfræðingum sem töldu að Kushner ætti ekki að fá hæstu mögulega öryggisheimild. Þeir óttuðust að reynsluleysi Kushner og flókið net viðskiptahagsmuna gæti gert erlendum ríkjum auðvelt að notfæra sér hann. Trump hafi gefið skipun um að Kushner fengi hæstu möguleg öryggisheimild. Forsetinn hafði áður neitað því að hafa komið nálægt veitingu heimildarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30 Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37 Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Hunsaði ráðleggingar um öryggisheimild tengdasonarins Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra sínum, að veita Jared Kushner, tengdasyni sínum, öryggisheimild. 1. mars 2019 10:30
Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. 12. desember 2018 12:37
Tengdasonur Trump hefur greitt sáralitla skatta um árabil Auður Kushner hefur hins vegar fimmfaldast á unfanförnum árum. 13. október 2018 18:02