Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Gunnar Reynir Valþórsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. apríl 2019 11:11 Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. Vísir Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Öllum árum verður róið að því að koma í veg fyrir að Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, verði framseldur til Bandaríkjanna. Lögfræðiteymi hans fundar nú um mögulegar varnir. Í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni segir að henni hefði verið boðið inn í sendiráð Ekvador eftir að ekvadorsk yfirvöld sviptu hann alþjóðlegri vernd. Assange hafði haldið til í sendiráðinu frá því í ágúst 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hann sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Assange var upprunalega handtekinn í sendiráðinu fyrir að mæta ekki fyrir dómara en Scotland Yard staðfestir nú að hann hafi verið handtekinn aftur að beiðni Bandaríkjastjórnar sem hyggst fara fram á framsal hans. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks, sem staddur er í London, segist vera í áfalli vegna málsins og býst við að Trump-stjórnin fari fram á framsal á hverri stundu. „Maður er í áfalli yfir þessari smánarlegu framkomu af hálfu stjórnvalda í Ekvador að taka ákvörðun um það að svipta manninn friðhelgi. Það er skýrt brot á alþjóðalögum að þú tekur ekki til baka pólitískt hæli þegar þú hefur veitt það. Þú lofar ákveðnum einstaklingi vernd og það að ákveða að taka það til baka á þessu augnabliki til að friðþægja bandaríska hagsmuni Trump-stjórnarinnar er gjörsamlega skelfilegt og til þess að auka á þessa smán Ekvador í þessu samhengi að þá er býður sendiherra Ekvador bresku lögreglunni inn í sendiráðið til þess að handtaka Julian,“ segir Kristinn í samtali við fréttastofu. Bresk stjórnvöld telja að Assange hafi rofið tryggingu þegar hann sótti um pólitískt hæli. Kristinn segir að það sé yfirleitt minniháttarbrot sem ljúki með dómsátt og sektargreiðslu. Hann hafi átt rétt á að sækja um pólitískt hæli. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu eftir að hann var ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð.Vísir/EPAFramsalskrafan yfirvofandiKristinn býst við því að Bandaríkjastjórn fari fram á framsal. Ákæran sé nú þegar tilbúin en hann viti ekki hvenær krafan verður gerð til yfirvalda í Bretlandi. „Það er ómögulegt að segja. Á meðan hann er í haldi bresku lögreglunnar þá liggur ekki mikið á. Það er hægt að opinbera þetta á hálfum degi. Það liggur alveg fyrir að það verður gert. Það var staðfest þegar það lak út frá Bandaríkjunum að ákæran væri tilbúin, framsalskrafan. Það þarf ekkert annað en að lyfta af henni leynd, varpa henni fram og senda kröfu til London um að fá hann afhentan,“ segir Kristinn. Brugðist verði við með öllum tiltækum ráðum til að reyna að koma í veg fyrir framsal. Kristinn segir að framsal fyrir að birta sannleikann myndi setja skelfilegt fordæmi fyrir alla blaðamenn í hinum vestræna heimi.Uppfært kl. 12.01 með nýjustu upplýsingum.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent