Handbolti

Aron: Maður hefur þá tilfinningu að maður sé að bregðast strákunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leiknum gegn Spánverjum fyrir helgi.
Aron í leiknum gegn Spánverjum fyrir helgi. vísir/epa
Aron Pálmarson, fyrirliði Íslands, þurfti að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla í tapinu gegn Þýskalandi í kvöld en Aron segir að hann hafi fengið tak í nárann.

„Ég fékk í nárann,“ sagði Aron Pálmarsson í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leikinn í Köln í kvöld.

„Ég fékk aðeins í nárann og ætlaði að tékka hvort ég gæti haldið áfram en þegar ég skoraði markið einum færri þá var það helvíti vont.“

„Ég treysti mér einfaldlega ekki til að halda áfram eftir það,“ en hversu ógeðslega erfitt var að horfa á félaga sína berjast á meðan hann þurfti að sitja bara á bekknum?

„Það var í fyrsta lagi drullu erfitt að koma sér út úr klefanum í hálfleik. Þetta var helvíti sárt og maður hefur þá tilfinningu að maður sé að bregðast strákunum.“

Aron er fyrirliði liðsins og segir að hann hafi reynt að hjálpa liðinu af bekknum.

„Ömurleg tilfinning en maður er í ákveðnu hlutverki og maður þurfti að koma á bekkinn. Það er bara skelfilegt að þurfa að horfa á leikinn á þessu sviði.“

„Á þessum stað sem við erum á í dag þá hefði ég verið til í að vera inn á og sinna mínu hlutverki þar,“ sagði Aron að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×