Ingvi Þór Guðmundsson er á leiðinni heim til Grindavíkur á nýjan leik og mun spila með liðinu út tímabilið.
Ingvi Þór er tvítugur og fór á samning hjá bandaríska háskólaliðinu St. Louis University fyrir tæpu ári. Áður en hann hélt til Bandaríkjannna hafði hann spilað 25 leiki með liðinu.
Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Grindavík fyrir komandi átök á Dominos deildinni en Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, talaði um það í vikunni að nýr leikmaður væri mögulega á leiðinni og er það því nú staðfest að það er Ingvi Þór.
