Telur nafnbirtingar í málum vændiskaupenda ekki vera réttu leiðina Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 21:47 Brynjar og Bjarkey ræddu nafnbirtingar í málum vændiskaupenda í Kastljósi kvöldsins. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“ Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera hrifinn af því að taka upp nafnbirtingar í málum vændiskaupenda þar sem oft séu fjölskyldur og börn í spilinu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Brynjar og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna, tókust á um nafnbirtingar í málum vændiskaupenda. Bjarkey var á öðru máli og sagði nafnbirtingar geta aukið fælingarmátt. Hún sagðist ekki skilja þá stefnu að birta ekki nöfn vændiskaupenda þar sem núverandi stefna væri augljóslega ekki að skila nægilegum árangri. „Kollegar lögreglunnar á Norðurlöndunum skilja ekki hvernig þetta hefur þróast með þessum hætti, það er að segja að við séum ekki með nafnbirtingar eins og gert er hjá þeim og það er ekki mjög margar sektir í sjálfu sér. Ég held það séu fjórar og hálf milljón sem hefur innheimst á þessu tímabili, 2007 til 2018, þannig það eitt og sér virðist skipta minna máli heldur en nafnbirtingarnar,“ sagði Bjarkey. Þá sagði hún að það mætti taka til skoðunar að tekjutengja sektir fyrir vændiskaup líkt og þekkist erlendis. Í það minnsta þyrfti að grípa til aðgerða til þess að uppræta vændiskaup hérlendis. „Þetta varðar miklu fleiri heldur en bara einhvern brotamann“ Brynjar sagðist ekki vera á þeirri skoðun að nafnbirtingar væru rétta leiðin þar sem oft væru fjölskyldur og börn sem myndu líða fyrir slíkt. „Þegar menn eru að tala um fælingarmátt þá getum við þess vegna, til þess að auka hann, haft refsingar á Lækjartorgi eða gapastokkinn eða hvað sem er,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki vera hrifinn af því að auka refsingar meira en gert er ráð fyrir í því lagaákvæði sem brotið er gegn. Þá segist hann halda að refsingar fyrir vændiskaup séu þyngri hér á landi heldur en í nágrannalöndunum. Hann er ekki sannfærður um að sé betra að hafa vændi og vændiskaup refsiverð, það geti gert þennan heim harðari og ofbeldisfyllri. „Ég tel enga ástæðu til þess að hafa þetta refsivert, en það er önnur umræða. Ég held að það sé engum til gagns, hvorki brotaþolanum samkvæmt lögunum né gerandanum eða samfélaginu í heild.“Enginn vændiskaupandi í neyð Bjarkey sagði mikilvægt að muna að vændiskaup séu ofbeldi og ábyrgðin liggi hjá kaupandanum sjálfum. Þá sé ekki hægt að réttlæta slík kaup þar sem enginn vændiskaupandi væri í neyð. „Það er enginn vændiskaupandi í neyð. Þú getur séð um þessar þarfir þínar sjálfur, þú þarft ekki að kaupa þér þjónustu til þess að uppfylla einhverjar kynlífsþarfir,“ sagði hún og bætti við að ef eftirspurnin væri ekki til staðar þá væri framboðið ekkert. Þá sagði hún 238 mál hafa komið á borð lögreglu tengd vændi á umræddu tímabili en aðeins var greidd sekt í 73 þeirra. Breytinga sé því þörf. „Við þurfum með einhverju móti að uppræta þetta í samfélaginu.“
Dómsmál Tengdar fréttir Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Vilja nafngreina vændiskaupendur: „Eins og að kaupa pítsu að panta vændi“ Segjast ekki vilja samfélag þar sem framboð á vændi er yfirdrifið. 6. mars 2019 18:25