Hafa tíu mánuði til að ákvarða hvernig skimunum á krabbameini skal háttað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2019 13:26 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir áhyggju efni hvað heilbrigðisyfirvöld hafi stuttan tíma til að ákvarða hvernig skimunum skal háttað. Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur aðeins tíu mánuði til að taka endanlega ákvörðun um hvernig haga skuli skimunum fyrir krabbameini hér á landi. Þá rennur þjónustusamningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélag Íslands út. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagið hefur áhyggjur af þessum stutta tíma sem er til stefnu, hugmyndirnar séu óþroskaðar og langt frá því útfærðar að fullu. Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands sinnir inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Heilbrigðisráherra hefur samþykkt tillögur sem skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir margar hugmyndirnar góðar en verkefnið býsna flókið og ómótað. „Þetta er viðkvæm þjónusta og það þarf að vanda mjög mikið til verka ef það á að hreyfa eitthvað til. Það getur til dæmis strax haft áhrif á þátttökuna, það höfum við séð erlendis. Svona hlutir er ekkert sem hægt er að gera mjög hratt. Þetta verður að undirbúa vel og hugsa frá öllum endum og könntum,“ segir Halla.Engin kostnaðaráætlun til taks Færa á meðal annars skimanir fyrir leghálskrabbameini til heilsugæslustöðvanna og leghálsspeglanir verði gerðar á vegum landsspítalans. Í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér segir að engin kostnaðaráætlun fylgi tillögunum og heilbrigðisráðuneytið hafi ekki gert grein fyrir hvort og þá hvernig viðbótarfjármagns verði aflað. Fjárveiting ríkisins hafi ekki dugað hingað til. „Okkar mál er fyrst og fremst að það sé tryggt að almenningur hafi örugglega aðgang að skimun fyrir krabbameinum og að öll vinna í kringum skimunina, þá erum við að tala um boðunarkerfi, utanumhald af öllu tagi, uppgjör af skimunum, hvaða árangur er af þeim, hvað greinist í skimum og svo framvegis, að þessir hlutir séu allir í lagi,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira