Lykilatriði fyrir ÍBV og Stjörnuna að stýra hraðanum Kristin Páll Teitsson skrifar 7. mars 2019 08:30 ÍBV og Stjarnan eiga erfið verkefni fyrir höndum. vísir/vilhelm Undanúrslitin í CocaCola-bikarnum í kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll í dag en með því hefst úrslitahelgi bikarsins sem nær hámarki á laugardaginn þegar bikarúrslitaleikurinn í karla- og kvennaf lokki fer fram. Öll fjögur liðin sem mæta til leiks hafa unnið bikarmeistaratitilinn. Ríkjandi bikarmeistarar Fram eru lang sigursælasta liðið í keppninni með fimmtán titla, sjö titlum meira en næsta lið sem er Stjarnan en þessi lið mætast einmitt í kvöld. Þarna eru að mætast liðin í fyrsta sæti, Valur, og fjórða sæti, ÍBV, annars vegar og hins vegar liðið í öðru sæti, Fram, og Stjarnan sem er í sjötta sæti Olísdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Fyrir fram má gera ráð fyrir að tvö efstu lið deildarinnar, Valur og Fram sem hafa ekki tapað mörgum leikjum, fari áfram í úrslitaleikinn en í bikarkeppnum er aldrei spurt um stöðu liðanna í deildinni.Valskonur eru líklegar.vísir/báraFyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum skipta öllu máli Eftir að liðin skildu jöfn í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna í Vestmannaeyjum hefur Valsliðið unnið seinni tvo leiki liðanna sannfærandi. Tæpur mánuður er síðan liðin mættust síðast þar sem Valur vann þrettán marka sigur í Eyjum og hélt Eyjakonum í sextán mörkum. Fréttablaðið fékk Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA/Þórs í Olís-deild kvenna, til að spá í spilin. „ÍBV átti mjög dapran dag síðast þegar liðin mættust og Valsliðið leysti allt sem ÍBV reyndi að gera mjög vel en ég á von á jöfnum og spennandi leik í dag. Ég tel að Valsliðið muni ekki ná að stjórna leiknum jafn vel. Spennustigið er hærra og ÍBV gæti fundið aukagír sem á eftir að gera Valsliðinu erfitt fyrir. Í stórleikjum myndast oft einhver sérstök stemming í kringum ÍBV,“ sagði Jónatan og hélt áfram: „ÍBV var með hræðilega mikið af tæknifeilum, töpuðum boltum og slíku í síðasta leik sem er banabiti gegn Valsliðinu. Sterkasta vopn Vals er vörnin og Íris hefur verið frábær fyrir aftan vörnina. Ef stærstu póstarnir hjá ÍBV, Greta og Ester, passa betur upp á boltann og þær ná að leysa vörnina hjá Val þá er allt mögulegt. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Hrafnhildur myndi reyna að brydda upp á einhverju nýju í þessum leik.“ Hann taldi lykilatriði að halda sjó fyrstu mínútur leiksins. „Valsliðið er sterkt til baka og lyki latriðið hjá ÍBV er að vera agaðar á bolta og klára sóknirnar með skoti í staðinn fyrir að fá hraðaupphlaup í bakið. Valsliðið er líka með meiri breidd, þær eiga eflaust eftir að reyna að keyra upp hraðann sem gæti reynst Eyjakonum erfitt. Lykilatriðið hjá ÍBV er að komast í gegnum fyrsta korterið, ef Valur er með 4-5 mörk í forskot þar gæti þetta orðið erfitt fyrir ÍBV.“Framarar kunna vel við sig í Höllinni.vísir/báraFramarar þrífast á pressu Í seinni leiknum mætast bikarmeistarar síðustu þriggja ára og sigursælustu liðin í 43 ára sögu keppninnar, Stjarnan og Fram. Fram er ríkjandi deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og slátraði Garðbæingum 47-24 í fyrstu viðureign tímabilsins en síðustu tvær viðureignir hafa verið afar jafnar. Í viðureign liðanna í nóvember lauk leiknum með jafntef li og fyrir rúmri viku rétt náði Fram að merja sigur eftir að Stjarnan hafði leitt lungann úr leiknum. Jónatani fannst ósanngjarnt að skoða úrslitin úr fjórðu umferð vegna þess áfalls sem Stjörnuliðið varð fyrir í leiknum þar áður. „Fyrsti leikur liðanna telst varla með þegar litið er til baka. Garðbæingar nýbúnir að missa Guðrúnu Ósk Maríasdóttir í meiðsli og áfallið sem tengdist því,“ sagði Jónatan um 23 marka sigur Fram. „Hinir tveir leikir liðanna gefa mun betri mynd af þessu einvígi. Stjarnan er með allt annað lið eftir að Rakel kom aftur inn í liðið og það á báðum endum vallarins, vörn og sókn. Stjarnan þarf að stjórna tempóinu, halda hraðanum niðri til að koma í veg fyrir að Fram fái þessi auðveldu hraðaupphlaupsmörk.“ Aðspurður tók hann undir að það væri meðbyr með liði Garðbæinga. „Það er byr í seglunum hjá Stjörnunni þessa dagana. Reynslan kemur til með að hjálpa Garðbæingum, það hafa margar spilað þessa leiki áður og þær þekkja þessa leiki.“ Það er enginn skortur á reynslu hjá liði Fram sem er handhafi bikarmeistaratitilsins. „Fram þekkir þessa pressu vel og þær eiga það til að ef last við slíka pressu. Framliðið er líklegt til að mæta af fullum krafti í staðinn fyrir að finna fyrir einhverju stressi og þá óttast ég að það gæti farið illa fyrir Stjörnunni. Þetta er allt undir Garðbæingum komið. Ef þeim tekst að halda boltanum og hægja á hraðanum í leiknum þá verður þetta hörkuleikur,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Undanúrslitin í CocaCola-bikarnum í kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll í dag en með því hefst úrslitahelgi bikarsins sem nær hámarki á laugardaginn þegar bikarúrslitaleikurinn í karla- og kvennaf lokki fer fram. Öll fjögur liðin sem mæta til leiks hafa unnið bikarmeistaratitilinn. Ríkjandi bikarmeistarar Fram eru lang sigursælasta liðið í keppninni með fimmtán titla, sjö titlum meira en næsta lið sem er Stjarnan en þessi lið mætast einmitt í kvöld. Þarna eru að mætast liðin í fyrsta sæti, Valur, og fjórða sæti, ÍBV, annars vegar og hins vegar liðið í öðru sæti, Fram, og Stjarnan sem er í sjötta sæti Olísdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Fyrir fram má gera ráð fyrir að tvö efstu lið deildarinnar, Valur og Fram sem hafa ekki tapað mörgum leikjum, fari áfram í úrslitaleikinn en í bikarkeppnum er aldrei spurt um stöðu liðanna í deildinni.Valskonur eru líklegar.vísir/báraFyrstu fimmtán mínúturnar í leiknum skipta öllu máli Eftir að liðin skildu jöfn í fjórðu umferð Olís-deildar kvenna í Vestmannaeyjum hefur Valsliðið unnið seinni tvo leiki liðanna sannfærandi. Tæpur mánuður er síðan liðin mættust síðast þar sem Valur vann þrettán marka sigur í Eyjum og hélt Eyjakonum í sextán mörkum. Fréttablaðið fékk Jónatan Þór Magnússon, þjálfara KA/Þórs í Olís-deild kvenna, til að spá í spilin. „ÍBV átti mjög dapran dag síðast þegar liðin mættust og Valsliðið leysti allt sem ÍBV reyndi að gera mjög vel en ég á von á jöfnum og spennandi leik í dag. Ég tel að Valsliðið muni ekki ná að stjórna leiknum jafn vel. Spennustigið er hærra og ÍBV gæti fundið aukagír sem á eftir að gera Valsliðinu erfitt fyrir. Í stórleikjum myndast oft einhver sérstök stemming í kringum ÍBV,“ sagði Jónatan og hélt áfram: „ÍBV var með hræðilega mikið af tæknifeilum, töpuðum boltum og slíku í síðasta leik sem er banabiti gegn Valsliðinu. Sterkasta vopn Vals er vörnin og Íris hefur verið frábær fyrir aftan vörnina. Ef stærstu póstarnir hjá ÍBV, Greta og Ester, passa betur upp á boltann og þær ná að leysa vörnina hjá Val þá er allt mögulegt. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Hrafnhildur myndi reyna að brydda upp á einhverju nýju í þessum leik.“ Hann taldi lykilatriði að halda sjó fyrstu mínútur leiksins. „Valsliðið er sterkt til baka og lyki latriðið hjá ÍBV er að vera agaðar á bolta og klára sóknirnar með skoti í staðinn fyrir að fá hraðaupphlaup í bakið. Valsliðið er líka með meiri breidd, þær eiga eflaust eftir að reyna að keyra upp hraðann sem gæti reynst Eyjakonum erfitt. Lykilatriðið hjá ÍBV er að komast í gegnum fyrsta korterið, ef Valur er með 4-5 mörk í forskot þar gæti þetta orðið erfitt fyrir ÍBV.“Framarar kunna vel við sig í Höllinni.vísir/báraFramarar þrífast á pressu Í seinni leiknum mætast bikarmeistarar síðustu þriggja ára og sigursælustu liðin í 43 ára sögu keppninnar, Stjarnan og Fram. Fram er ríkjandi deildar-, bikar- og Íslandsmeistari og slátraði Garðbæingum 47-24 í fyrstu viðureign tímabilsins en síðustu tvær viðureignir hafa verið afar jafnar. Í viðureign liðanna í nóvember lauk leiknum með jafntef li og fyrir rúmri viku rétt náði Fram að merja sigur eftir að Stjarnan hafði leitt lungann úr leiknum. Jónatani fannst ósanngjarnt að skoða úrslitin úr fjórðu umferð vegna þess áfalls sem Stjörnuliðið varð fyrir í leiknum þar áður. „Fyrsti leikur liðanna telst varla með þegar litið er til baka. Garðbæingar nýbúnir að missa Guðrúnu Ósk Maríasdóttir í meiðsli og áfallið sem tengdist því,“ sagði Jónatan um 23 marka sigur Fram. „Hinir tveir leikir liðanna gefa mun betri mynd af þessu einvígi. Stjarnan er með allt annað lið eftir að Rakel kom aftur inn í liðið og það á báðum endum vallarins, vörn og sókn. Stjarnan þarf að stjórna tempóinu, halda hraðanum niðri til að koma í veg fyrir að Fram fái þessi auðveldu hraðaupphlaupsmörk.“ Aðspurður tók hann undir að það væri meðbyr með liði Garðbæinga. „Það er byr í seglunum hjá Stjörnunni þessa dagana. Reynslan kemur til með að hjálpa Garðbæingum, það hafa margar spilað þessa leiki áður og þær þekkja þessa leiki.“ Það er enginn skortur á reynslu hjá liði Fram sem er handhafi bikarmeistaratitilsins. „Fram þekkir þessa pressu vel og þær eiga það til að ef last við slíka pressu. Framliðið er líklegt til að mæta af fullum krafti í staðinn fyrir að finna fyrir einhverju stressi og þá óttast ég að það gæti farið illa fyrir Stjörnunni. Þetta er allt undir Garðbæingum komið. Ef þeim tekst að halda boltanum og hægja á hraðanum í leiknum þá verður þetta hörkuleikur,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira