Innlent

Nýr Herjólfur byrjar ekki að sigla á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nýi Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní.
Nýi Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní. Eyjar.net/Tryggvi Már
Nýr Herjólfur mun ekki hefja siglingar á morgun líkt og vonir stóðu til. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rekstraraðilum Herjólfs sem birt var á Facebook í kvöld.

Prófanir hafa staðið yfir á nýja Herjólfi undanfarna daga en megintilgangur þeirra var að tryggja að hafnarmannvirki uppfylltu nauðsynleg skilyrði til að hefja siglingar.

Í tilkynningu segir að eftir yfirferð á „öllum þáttum“ hafi verið ákveðið að fresta því að hefja rekstur ferjunnar. Rekstraraðilar muni nú fara yfir stöðuna en vænta má frekari upplýsinga eftir helgi.

Nýi Herjólfur kom til Vestmannaeyja um miðjan júní og var þá formlega afhentur við hátíðlega athöfn í Friðarhöfninni.

Upphaflega var gert ráð fyrir að Herjólfur kæmi til Eyja fyrir um ári. Smíði ferjunnar tafðist vegna rafvæðingar skipsins og afhending ferjunnar dróst einnig vegna deilu Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi um endanlegan kostnað verksins.


Tengdar fréttir

Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna

Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag.

Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn

Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×