Hótaði því að drekka blóð lögreglumanns og nefbraut konu í Keiluhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2019 17:48 Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Landsréttur úrskurðaði í gær karlmann í gæsluvarðhald til 9. ágúst næstkomandi en maðurinn er m.a. grunaður um tvær líkamsárásir, hótanir, fjögur þjófnaðarbrot og valdstjórnarbrot. Landsréttur sneri þannig við úrskurði héraðsdóms frá því í síðustu viku þar sem kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir manninum var hafnað.Hótaði starfsmönnum Smáralindar lífláti Maðurinn er hælisleitandi hér á landi en í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 13. júlí segir að maðurinn hafi verið handtekinn daginn áður grunaður um þjófnað í Vínbúðinni í Skútuvogi. Þá lagði lögregla einnig hald á hjól sem maðurinn hafði lagt fyrir utan verslunina þar sem talið var að hann hefði stolið því. Þá haldlagði lögregla einnig hníf sem maðurinn var með í bakpoka sínum. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fatnaði að verðmæti rúmlega 131 þúsund krónum úr verslun Herragarðsins í Smáralind þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi af afskiptum starfsmanns hótað honum líkamsmeiðingum og lífláti, svo og öryggisvörðum Smáralindar. Nefbraut konu í Keiluhöllinni og reyndi að skalla lögreglumann Sama dag er manninum gefið að sök að hafa hótað lögreglumanni lífláti í lögreglubíl á leið úr Smáralind og á lögreglustöð. Á maðurinn að hafa heitið því að taka af honum höfuðið og sagst hafa „alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju og þegar það yrði þá ætlaði hann að skera höfuð hennar af og drekka blóðið úr henni því til fögnuðar“, líkt og segir í úrskurði. Þá er manninum einnig gefið að sök að hafa ráðist á konu í Keiluhöllinni í Egilshöll þann 27. apríl síðastliðinn, klipið hana í vinstri kinn, slegið hana í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hún m.a. nefbrotnaði. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa ýtt konunni og klipið hana en neitar því að hafa slegið hana. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa í lögreglubifreið á leiðinni frá Keiluhöllinni eftir áðurnefnt atvik hótað lögreglumönnum lífláti og barsmíðum og að hafa reynt að skalla lögreglumann sem sat við hlið hans í bílnum. Sló lottókassa í andlit manns Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás með því að hafa slegið hendi í lottóstand í verslun 10-11 við Barónsstíg þann 30. apríl, með þeim afleiðingum að þolandi hlaut opið sár á nefi sem þurfti að sauma saman. Öryggismyndavélar frá vettvangi sýna manninn slá kassanum í andlit brotaþola svo blæðir út en maðurinn hefur ekki mætt í skýrslutöku vegna málsins. Maðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan þjófnað í verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðustu mánuði. Leitaði sér að vopnum Í úrskurði héraðsdóms er vísað í mat lögreglustjóra, sem segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að maðurinn haldi áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinni. Það sé því brýnt að hann sæti gæsluvarðhaldi, hann hafði sýnt af sér grófa ofbeldisfulla hegðun gagnvart almennum borgurum og lögreglumönnum. Þá hafi hann verið ógnandi og hótað öryggisvörðum í búsetuúrræðinu sem hann er í. Jafnframt hafi hann orðið uppvís að því að leita sér að eggvopnum, skotvopnum og fíkniefnum frá því að hann kom til landsins. Gæsluvarðhald ekki nauðsynlegt til að verja aðra árásum Héraðsdómur lítur m.a. til þess í úrskurði sínum að ekki sé nauðsynlegt að svipta manninn frelsi með gæsluvarðhaldi til að verja aðra árásum. Þá liggi ekki fyrir læknisfræðileg gögn um andlegt ástand hans sem styðja að um „aðsteðjandi hættu sé að ræða“. Þegar litið sé til eðlis hegningarlagabrotanna sem maðurinn er sakaður um, með hliðsjón af hreinum sakaferli kærða og dómaframkvæmdar, megi ætla að maðurinn verði aðeins dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Því beri að hafna kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Í úrskurði Landsréttar er hins vegar vísað til þess að fram sé kominn rökstuddur grunur um að maðurinn hafi gerst sekur um háttsemi sem varði fangelsisrefsingu, og einnig að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi séu uppfyllt. Verður manninum því gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 9. ágúst næstkomandi.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira