Nýir eigendur að Opnum kerfum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2019 08:00 Gísli Valur Guðjónsson, nýr stjórnarformaður Opinna kerfa. Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins. Samhliða hefur eignarhlutur Frosta Bergssonar, sem var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984, farið úr 76 prósentum í 17 prósent. Frosti hefur látið af stjórnarformennsku í félaginu en hann mun áfram sitja í stjórn ásamt þeim Gísla Val Guðjónssyni, framkvæmdastjóra MF1 og nýjum stjórnarformanni Opinna kerfa, og Sigríði Olgeirsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Starfsfólk Opinna kerfa mun jafnframt fara með samanlagt tæplega sex prósenta hlut í upplýsingatæknifyrirtækinu. Frosti segir ánægjulegt fyrir félagið að fá inn nýja og öfluga fjárfesta með mikla reynslu úr atvinnulífinu. Í því felist ákveðin viðurkenning á góðri starfsemi Opinna kerfa og framtíðarmöguleikum þess. „Það hefur verið ánægjulegt og gefandi að koma að uppbyggingu félagsins sem hefur ávallt spilað stórt hlutverk á íslenskum upplýsingatæknimarkaði, markaði sem er sífellt að þróast og breytast. Undanfarin ár hefur verið fjárfest í nýjum sóknartækifærum og ég er bjartsýnn á að þær fjárfestingar muni skila sér á næstu árum,“ segir Frosti. Gísli Valur nefnir að nýir hluthafar hafi mikla trú á vaxtarmöguleikum fyrirtækisins. Upplýsingatækni hafi aldrei verið jafn mikilvæg fyrirtækjum á samkeppnis - markaði og nú. „Fyrirhugað er að byggja félagið markvisst upp og efla samkeppnishæfni þess með aukinni áherslu á ráðgjöf og sérsniðnar upplýsingatæknilausnir. Enn fremur liggja mikil sóknartækifæri í uppbyggingu hátæknigagnavers sem verður tekið í notkun síðar á þessu ári. Gagnaverið mun fylgja Tier III öryggisstaðli sem tryggir 100 prósent þjónustuöryggi og verður eitt öruggasta og tæknilegasta gagnaver landsins,“ segir Gísli Valur. Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem tók við sem forstjóri Opinna kerfa í mars síðastliðnum, sagðist í viðtali í Markaðinum í liðnum mánuði sjá mikinn viðsnúning á rekstri félagsins eftir umbreytingarstarf og hagræðingaraðgerðir á síðustu árum. Félagið tapaði 73 milljónum króna árið 2017 og velti sama ár um fjórum milljörðum króna en veltan dróst saman um einn milljarð frá fyrra ári. Ragnheiður sagði afkomuna á síðasta ári einnig hafa verið undir væntingum. „Það að ráðast í umbreytingu á rekstri fyrirtækja er krefjandi og síðustu tvö ár bera þess merki. Sú vinna gengur vel og við sjáum nú mikinn viðsnúning á rekstrinum,“ nefndi hún.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira