Kynslóðaskipti í kortunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. júlí 2019 07:30 Helmingur dómara við Hæstarétt er kominn á leyfilegan eftirlaunaaldur, þeirra á meðal eina konan í réttinum. Fréttablaðið/Eyþór Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjórir af átta dómurum í Hæstarétti eru ýmist orðnir 65 ára eða ná þeim aldri innan skamms. Einn til viðbótar nær leyfilegum eftirlaunaaldri á næsta ári. Dómarar eru skipaðir ævilangt en Hæstaréttardómarar geta fengið lausn frá embætti 65 ára án þess að missa neins af launum sínum eins og segir í 61. gr. stjórnarskrárinnar. Meðal þeirra dómara sem komnir eru á eftirlaunaaldur er eina konan sem situr í réttinum, Gréta Baldursdóttir. Verði hún næst dómara til að láta af embætti verður ekki skipaður dómari í hennar stað sem þýðir að Hæstiréttur yrði eingöngu skipaður körlum en samkvæmt breytingu sem gerð var á dómstólalögum 2016 verður ekki skipaður nýr dómari fyrir þann sem næstur lætur af störfum við réttinn vegna fækkunar dómara við Hæstarétt. Þeir eru átta núna en eiga samkvæmt nýrri skipan réttarins að vera sjö. Gréta er þó enn í fullu fjöri en í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins staðfestir Gréta að hún sé ekki að hætta að svo stöddu.Gréta er næstelst í réttinum en Þorgeir Örlygsson er einnig orðinn 65 ára. Hann tók verið forsæti í réttinum í ársbyrjun 2017 og verður forseti Hæstaréttar til ársloka 2021. Þorgeir verður ekki sjötugur fyrr en í nóvember 2022 og getur því lokið forsetatímabili sínu fyrir þann tíma. Tveir aðrir dómarar við réttinn nálgast leyfilegan eftirlaunaaldur; þeir Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson sem verða báðir 65 ára í haust. Markús hefur langlengsta starfsaldur allra dómara í réttinum. Hann var skipaður Hæstaréttardómari fertugur að aldri árið 1994 og hefur gengt stöðu hæstaréttardómara í aldarfjórðung. Enginn fyrrnefndra dómara hefur tilkynnt dómsmálaráðherra að hann hyggist fara á eftirlaun samkvæmt svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins, en orðrómur hefur þó verið um að bæði Viðar Már og Markús hyggist setjast í helgan stein. Samkvæmt ákvæðum dómstólalaga skal dómara veitt lausn frá embætti ef hann leitar eftir henni sjálfur enda sé það gert með þeim fyrirvara sem gildir almennt um starfsmenn ríkisins. Í starfsmannalögum segir að embættismaður sem hyggst biðjast lausnar skuli gera það skriflega með þriggja mánaða fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran um að gegna embættinu eða stjórnvald, sem lausn á að veita, samþykki skemmri frest.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira