Skúli um Indigo Partners: „Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim“ Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 17:13 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist bera mikla virðingu fyrir Indigo Partners. fréttablaðið/anton brink Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Skúli Mogensen, fostjóri WOW air, vill ekki tjá sig um það hvort að bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners sé komið aftur að borðinu sem mögulegur fjárfestir í flugfélaginu. Heimildir Vísis herma þó að ljóst sé að Indigo Partners sé á lista yfir þá fjárfesta sem nú sé haft samband við enda sé staða WOW air í dag nokkuð breytt frá því sem var í síðustu viku þegar bandaríska fjárfestingafélagið sleit viðræðum. Viðræðurnar höfðu staðið frá því í desember. Þannig er Skúli ekki lengur eini eigandi WOW air þar sem kröfuhafar hafa tekið félagið yfir eftir að skuldabréfaeigendur samþykktu að breyta skuldum WOW í hlutafé. Þá er skuldastaða félagsins einnig breytt eftir að kröfuhafar samþykktu þessa breytingu en komið hefur fram að slæm skuldastaða WOW air hafi verið ástæða þess að viðræðum við Indigo Partners var slitið. Aðspurður hvort að honum finnist Indigo Partners hafa svikið segir hann svo alls ekki vera. „Nei, alls ekki. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim og þetta er tvímælalaust einn öflugasti fjárfestir í flugheiminum sem hefur náð frábærum árangri. Við lærðum mjög mikið af þessari vegferð sem nýtist okkur í framtíðinni,“ segir Skúli. Fjallað var um það í fréttaskýringu á Kjarnanum í gær að Bill Franke, eigandi Indigo Partners, hafi aldrei ætlað sér að kaupa WOW air heldur hafi hann verið að nýta tímann til þess að tryggja sér lendingarleyfi félagsins á Gatwick-flugvelli. Spurður út í þetta og hvort að ekkert óeðlilegt hafi verið við söluna á stæðunum til Indigo segir Skúli þetta annan misskilning sem sýni hvað fólk setji sig lítið inn í málin. „Þessi Gatwick-slott fóru í almenn útboð þar sem við sendum út útboðsgögn á fjölda flugfélaga og það var þegar ákveðið hverjum við myndum selja slottin. Wizz Air keypti tvö af fjórum slottum frá okkur þannig að Indigo kom ekkert nálægt þessu,“ segir Skúli en rétt er að geta þess að Wizz Air er að stærstum hluta í eigu Indigo Partners. Vísir hefur sent upplýsingafulltrúa Indigo Partners fyrirspurn varðandi mögulegar viðræður við WOW air nú.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07 Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Fundi aftur frestað vegna WOW air Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. 26. mars 2019 11:07
Skúli bjartsýnn á framhaldið Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. 26. mars 2019 14:59
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45