Fundi aftur frestað vegna WOW air Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 11:07 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að loknum fundi hjá sáttasemjara í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fundi í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins sem hófst klukkan 10 í morgun var frestað til morguns eftir tæplega klukkustundarlangan fund. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að fundinum hafi verið frestað að beiðni SA vegna stöðunnar hjá WOW air. „Fundi er frestað aftur þangað til á morgun að beiðni Samtaka atvinnulífsins vegna þess sem þau leggja mikla áherslu á það er staðan hjá WOW air,“ segir Sólveig Anna. Spurð hvort þau hafi þolinmæði gagnvart því að SA séu að fresta fundi vegna WOW air segir Sólveig Anna að sér finnist það undarlegt að slíkt sé gert. „Hér eru kjarasamningar undir fyrir gríðarlega stóran hóp fólk þannig að já, ég verð að segja að mér finnst það pínku undarlegt að við getum enn eftir þennan ógnarlanga tíma sem liðinn er þá erum við ekki enn farin að ræða launalið en við skulum sjá hvað gerist í dag.“ Hún segir að SA hafi lagt fram beiðni um að VR og Efling myndu fresta verkfallsaðgerðum sem eiga að hefjast í þessari viku. „En í ljósi þess að viðræður hafa ekkert mjakast þá er ekki forsenda til þess að okkar mati,“ segir Sólveig Anna. „Aðilar við samningaborðið voru bara sammála um það að það væri óvissa uppi núna í umhverfinu og efnahagslífinu þannig að það væri eðlilegt að hinkra aðeins og sjá hvernig það myndi þróast,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, í samtali við fréttastofu. Hvað verður því gefinn langur tími áður en þið getið farið að ræða launaliðinn? „Það fer bara eftir því hvernig hlutirnir þróast hér áfram þannig að ég vil ekki vera með einhverjar dagsetningar í því. Það er bara þannig að við sitjum við þetta samningaborð til þess að ljúka samningum. Það mun koma að þeim hlutum þegar við sjáum hvað við höfum úr að spila.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Áfram fundað í Karphúsinu Fundur í kjaradeilu sex verkalýðsfélaga, þar á meðal Eflingar og VR, við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 26. mars 2019 10:20
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Segir VR ekki ætla að slá af kröfum sínum vegna stöðu WOW air Formaðurinn hefur áhyggjur af stöðu heimilanna fari allt á versta veg og því þurfi frekar að skerpa á kröfunum. 25. mars 2019 14:01