Katalónarnir náðu kjöri en óvissa ríkir um framhaldið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. maí 2019 06:15 Útlaginn Puigdemont telur sig nú njóta þinghelgi. Nordicphotos/AFP Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Þrír af leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar náðu kjöri á Evrópuþingið í kosningum helgarinnar. Það er hins vegar alls óvíst hvort þeir geti tekið sæti á þinginu enda er staða þeirra nokkuð óvenjuleg. Framboð fyrrverandi héraðsforsetans Carles Puigdemont, JxCat, fékk um 28,52 prósent atkvæða í héraðinu og framboð fyrrverandi héraðsvaraforsetans Oriol Junqueras, ERC, fékk 21,19 prósent. Þeirra á milli var Sósíalistaflokkurinn, sem er sambandssinnaður, með 22,14 prósent. Í heildina fengu flokkar sjálfstæðissinna fleiri atkvæði en sambandssinna. Junqueras er í gæsluvarðhaldi á Spáni. Réttað er yfir honum og ellefu öðrum Katalónum um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra meinta glæpi sem Katalónarnir eiga að hafa framið í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna í héraðinu haustið 2017. Puigdemont er aftur á móti í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu. Þangað flúði hann skömmu áður en hann var sakaður um sömu glæpi og evrópsk handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Forsetinn fyrrverandi hefur hins vegar ekki enn verið framseldur til Spánar. Hið sama gildir um fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra Katalóna, Antoni Comín, sem náði einnig kjöri. Það var óljóst þangað til í upphafi mánaðar hvort framboð sjálfstæðisleiðtoganna væri yfir höfuð löglegt. Dómstóll í Madríd úrskurðaði hins vegar svo. Lögfræðiálit sem Antonio Tajani, forseti Evrópuþingsins, fór fram á sýndi sömu niðurstöðu, að katalónskir útlagar og ákærðir mættu bjóða sig fram. Hins vegar er áhyggjuefni fyrir Katalónana að í þessu sama lögfræðiáliti sagði að til þess að taka sæti á Evrópuþinginu þyrftu þeir að ferðast til Madrídar og sverja spænsku stjórnarskránni hollustueið. Þetta gæti reynst erfitt fyrir Puigdemont þar sem hann yrði líklega handtekinn ef hann kemur til Spánar. Junqueras er vissulega staddur á Spáni nú þegar. Hann náði einnig kjöri í neðri deild spænska þingsins og fékk leyfi til að fara úr fangelsinu ásamt fjórum öðrum til að sverja sams konar eið. Að því loknu voru fimmmenningarnir hins vegar sendir aftur í fangelsi og sendir í leyfi frá þingstörfum. Það er sum sé ekki öruggt að Junqueras eða Puigdemont fái að taka sæti. Fyrir liggur að Puigdemont er ekki sammála lögfræðiálitinu. Hann hefur áður sagst öðlast þinghelgi um leið og hann nær kjöri og lítur svo á í þokkabót að ferðin til Spánar sé ekki nauðsynleg. Forsetinn fyrrverandi hefur ekki gefið til kynna með afgerandi hætti hvort hann ætli til Madrídar.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira