Musk lagðar línurnar um hverju hann má tísta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 23:18 Elon Musk. Nathan Dvir/Getty Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið. Bandaríkin Tesla Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur náð samkomulagi við fjölþjóðlega frumkvöðulinn Elon Musk og fyrirtæki hans, Tesla, um hvers konar upplýsingum Musk er óheimilt að deila á Twitter, og annars staðar. Verðbréfaeftirlitið hafði áður sakað Musk um að brjóta í bága við dómsúrskurð þess efnis að hann mætti ekki deila upplýsingum sem gætu haft áhrif á fjármálamarkaði, án þess að að fá fyrir því leyfi. Dómari skipaði málsaðilum að komast að samkomulagi um málið áður en látið yrði reyna á dómstólaleiðina. Musk hefur í gegn um tíðina deilt ýmsum fyrirætlunum fyrirtækisins með fylgjendum sínum á Twitter. Meðal annars hefur hann sagt frá nýjum vörum sem fyrirtækið hefur í þróun eða hyggst framleiða, með tilheyrandi stökkum og dýfum á verðbréfamarkaði. Nú hafa Musk og Tesla náð samkomulagi við verðbréfaeftirlitið. Samkomulagið, sem verðbréfaeftirlitið birti í dag, kveður á um að Musk má ekki, án þess að fá leyfi hjá lögmannateymi Tesla, deila upplýsingum um fjárhagsstöðu fyrirtækisins, fyrirhugaða samruna eða yfirtökur, fyrirhugaða viðskiptasamninga, áður ótilkynntar framleiðslu- eða sölutölur eða fyrirhugaða starfsemi fyrirtækisins á öðrum sviðum en það starfar nú, en samkvæmt samkomulaginu skilgreinast þau innan marka samgangna og sjálfbærrar orku. Hvorki Tesla né Musk sjálfur hafa tjáð sig um samkomulagið.
Bandaríkin Tesla Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira