Gerði áhugamálið að starfi sínu Elín Albertsdóttir skrifar 26. apríl 2019 14:00 Eygló Harðardóttir var á kafi í byggingarvinnu um páskana þegar myndin var tekin. Hún hefur ekki bara áhuga á matargerð heldur einnig smíðum. Hún stundar nú nám í matreiðslu á Hótel Sögu og finnst gaman. MYND/ERNIR Eygló Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, söðlaði heldur betur um í janúar og hóf matreiðslunám á Hótel Sögu undir handleiðslu Ólafs Helga Kristjánssonar yfirmatreiðslumanns. Eygló, sem er 46 ára, stefnir á að klára sveinsprófið fyrir fimmtugt. Það er reyndar nóg að gera hjá henni um þessar mundir. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður E. Vilhelmsson, standa í húsbyggingu í Mosfellsbæ auk þess sem hún stýrir undirbúningi og framkvæmdum fyrir nýtt fjölbýlishús Kvenna athvarfsins. „Ég byrjaði á samningi hjá Hótel Sögu í janúar og finnst það alveg dásamlegt. Þar er góður andi, skemmtilegir vinnufélagar og svo fæ ég að vinna með mat allan daginn,“ segir hún. Eygló vill ekki meina að gamall draumur sé að rætast með kokkastarfinu en hún hafi engu að síður alltaf haft ástríðu fyrir matargerð. „Þegar ég tók ákvörðun um að hætta í pólitík þurfti ég að velta fyrir mér hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Matargerðin var það sem ég hafði mestan áhuga á og hefur fylgt mér alla ævi en ég velti líka fyrir mér smíði,“ segir hún. Eygló er með stúdentspróf frá FB og próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla. Þá nam hún viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Kokkanámið tekur fjögur ár og er bæði starfsnám og þrjár annir í Menntaskólanum í Kópavogi. Þegar Eygló er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í nýja starfinu, svarar hún því játandi. „Ég er núna í veisluþjónustunni og það hefur komið mér á óvart hversu mikið magn af mat við erum oft að undirbúa. Það er talsverður munur að elda fyrir fjölskylduna sína eða 250 manns. Einnig hópvinnan, verkaskiptingin og hversu gríðarlega mikilvæg skipulagning er hjá matreiðslumönnum,“ útskýrir Eygló. Hún segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún sé elsti neminn. „Þarna starfar alveg ótrúlega líflegur og fjölbreyttur hópur saman. Fólk alls staðar að úr heiminum og með mismunandi bakgrunn. Það er mikilvægt að prófa nýja hluti í eldhúsinu og ef það mistekst þá reynir maður aftur. Okkur mistekst alltaf eitthvað í matseldinni sem og lífinu. Aðalatriðið er að læra af mistökum,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að starfa við það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Eygló sem gefur lesendum einfaldar og góðar grilluppskriftir.Sumarlegt kartöflusalat500 g rauðar kartöflur, soðnar, skornar í grófa bita1 sítróna2-3 stilkar ferskt timjan1 lítið búnt ferskt dill, saxað fínt1-2 msk. smjör1-2 msk. ólífuolía2-3 handfyllir af klettasalatiSalt og pipar Skolið kartöflurnar, skerið í hæfilega stóra bita og setjið í pott með vatni. Skrælið börkinn af sítrónunni út í pottinn og skutlið timjanstilkunum úti í. Sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar þegar hnífi er stungið í þær, um það bil 10 mínútur. Hellið vatninu af kartöflunum þegar þær eru orðnar soðnar og setjið til hliðar á meðan dillið er saxað. Eygló Harðardóttir, grillmatur Setjið kartöflurnar í skál ásamt dillinu, smjörinu og ólífuolíunni og blandið saman. Saltið og piprið. Blandið saman 2-3 handfyllum af klettasalati við rauðu kartöflurnar rétt áður en kartöflusalatið er borið fram og kreistið safann úr hálfri sítrónu yfir.Grillaðir hamborgarar með papriku- og cheddar-ostablöndu230 g majónes230 g rauð paprika, fínt söxuð400 g cheddar-ostur, rifinn gróftSalt og pipar600 g nautahakkOlía4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt og ristuð8 sneiðar beikon, eldaðar stökkar4 sneiðar laukur, grillaðar4 sneiðar stór tómatur1 stór súr gúrka, skorin þunnt Best að skera fyrst niður grænmetið og rífa ostinn. Skerið brauðin ef þarf og setjið á ofnplötu. Setjið beikonið á bökunarpappír og á ofngrind. Girnilegur hamborgari er alltaf vinsæll á útigrillið. Eygló gefur uppskrift að hamborgara og heitu kartöflusalati sem hún segir að sé mjög sumarlegt. Majónesið er saltað og piprað að smekk í skál. Paprikan og osturinn eru sett saman við majónesið. Blandið varlega saman. Setjið yfir skálina og kælið í allavega 30 mínútur fyrir notkun. Undirbúið grillið. Bakið beikonið í ofni. Takið úr ofninum þegar það er orðið stökkt og setjið á pappír til að ná mestri fitunni af. Munið að rista brauðin, í ofni eða á grillinu ef það er pláss. Saltið og piprið hakkið. Deilið því upp í fjóra jafn stóra skammta. Mótið hvern skammt í borgara með dæld í miðjunni fyrir ostablönduna. Berið olíu á báðar hliðar borgaranna. Grillið borgara á báðum hliðum þar til þeir eru orðnir gullinbrúnir, jafnvel brúnaðir og eldaðir í samræmi við óskir hvers og eins. Síðustu mínútuna af eldunartíma er ostablandan sett ofan á hvern borgara og grilllokið sett yfir, í um það bil 1 mín. Ekki gleyma að grilla laukinn létt. Hamborgararnir fara á brauðin og þar ofan á er sett beikon, lauksneið, tómatsneið og súr gúrka. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Grillréttir Hamborgarar Kartöflusalat Tímamót Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Eygló Harðardóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, söðlaði heldur betur um í janúar og hóf matreiðslunám á Hótel Sögu undir handleiðslu Ólafs Helga Kristjánssonar yfirmatreiðslumanns. Eygló, sem er 46 ára, stefnir á að klára sveinsprófið fyrir fimmtugt. Það er reyndar nóg að gera hjá henni um þessar mundir. Hún og eiginmaður hennar, Sigurður E. Vilhelmsson, standa í húsbyggingu í Mosfellsbæ auk þess sem hún stýrir undirbúningi og framkvæmdum fyrir nýtt fjölbýlishús Kvenna athvarfsins. „Ég byrjaði á samningi hjá Hótel Sögu í janúar og finnst það alveg dásamlegt. Þar er góður andi, skemmtilegir vinnufélagar og svo fæ ég að vinna með mat allan daginn,“ segir hún. Eygló vill ekki meina að gamall draumur sé að rætast með kokkastarfinu en hún hafi engu að síður alltaf haft ástríðu fyrir matargerð. „Þegar ég tók ákvörðun um að hætta í pólitík þurfti ég að velta fyrir mér hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór. Matargerðin var það sem ég hafði mestan áhuga á og hefur fylgt mér alla ævi en ég velti líka fyrir mér smíði,“ segir hún. Eygló er með stúdentspróf frá FB og próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla. Þá nam hún viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Kokkanámið tekur fjögur ár og er bæði starfsnám og þrjár annir í Menntaskólanum í Kópavogi. Þegar Eygló er spurð hvort eitthvað hafi komið henni á óvart í nýja starfinu, svarar hún því játandi. „Ég er núna í veisluþjónustunni og það hefur komið mér á óvart hversu mikið magn af mat við erum oft að undirbúa. Það er talsverður munur að elda fyrir fjölskylduna sína eða 250 manns. Einnig hópvinnan, verkaskiptingin og hversu gríðarlega mikilvæg skipulagning er hjá matreiðslumönnum,“ útskýrir Eygló. Hún segist ekkert hafa fundið fyrir því að hún sé elsti neminn. „Þarna starfar alveg ótrúlega líflegur og fjölbreyttur hópur saman. Fólk alls staðar að úr heiminum og með mismunandi bakgrunn. Það er mikilvægt að prófa nýja hluti í eldhúsinu og ef það mistekst þá reynir maður aftur. Okkur mistekst alltaf eitthvað í matseldinni sem og lífinu. Aðalatriðið er að læra af mistökum,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að starfa við það sem mér finnst skemmtilegt,“ segir Eygló sem gefur lesendum einfaldar og góðar grilluppskriftir.Sumarlegt kartöflusalat500 g rauðar kartöflur, soðnar, skornar í grófa bita1 sítróna2-3 stilkar ferskt timjan1 lítið búnt ferskt dill, saxað fínt1-2 msk. smjör1-2 msk. ólífuolía2-3 handfyllir af klettasalatiSalt og pipar Skolið kartöflurnar, skerið í hæfilega stóra bita og setjið í pott með vatni. Skrælið börkinn af sítrónunni út í pottinn og skutlið timjanstilkunum úti í. Sjóðið þar til kartöflurnar eru mjúkar þegar hnífi er stungið í þær, um það bil 10 mínútur. Hellið vatninu af kartöflunum þegar þær eru orðnar soðnar og setjið til hliðar á meðan dillið er saxað. Eygló Harðardóttir, grillmatur Setjið kartöflurnar í skál ásamt dillinu, smjörinu og ólífuolíunni og blandið saman. Saltið og piprið. Blandið saman 2-3 handfyllum af klettasalati við rauðu kartöflurnar rétt áður en kartöflusalatið er borið fram og kreistið safann úr hálfri sítrónu yfir.Grillaðir hamborgarar með papriku- og cheddar-ostablöndu230 g majónes230 g rauð paprika, fínt söxuð400 g cheddar-ostur, rifinn gróftSalt og pipar600 g nautahakkOlía4 hamborgarabrauð, skorin í tvennt og ristuð8 sneiðar beikon, eldaðar stökkar4 sneiðar laukur, grillaðar4 sneiðar stór tómatur1 stór súr gúrka, skorin þunnt Best að skera fyrst niður grænmetið og rífa ostinn. Skerið brauðin ef þarf og setjið á ofnplötu. Setjið beikonið á bökunarpappír og á ofngrind. Girnilegur hamborgari er alltaf vinsæll á útigrillið. Eygló gefur uppskrift að hamborgara og heitu kartöflusalati sem hún segir að sé mjög sumarlegt. Majónesið er saltað og piprað að smekk í skál. Paprikan og osturinn eru sett saman við majónesið. Blandið varlega saman. Setjið yfir skálina og kælið í allavega 30 mínútur fyrir notkun. Undirbúið grillið. Bakið beikonið í ofni. Takið úr ofninum þegar það er orðið stökkt og setjið á pappír til að ná mestri fitunni af. Munið að rista brauðin, í ofni eða á grillinu ef það er pláss. Saltið og piprið hakkið. Deilið því upp í fjóra jafn stóra skammta. Mótið hvern skammt í borgara með dæld í miðjunni fyrir ostablönduna. Berið olíu á báðar hliðar borgaranna. Grillið borgara á báðum hliðum þar til þeir eru orðnir gullinbrúnir, jafnvel brúnaðir og eldaðir í samræmi við óskir hvers og eins. Síðustu mínútuna af eldunartíma er ostablandan sett ofan á hvern borgara og grilllokið sett yfir, í um það bil 1 mín. Ekki gleyma að grilla laukinn létt. Hamborgararnir fara á brauðin og þar ofan á er sett beikon, lauksneið, tómatsneið og súr gúrka.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Grillréttir Hamborgarar Kartöflusalat Tímamót Uppskriftir Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið