Innlent

20 prósent fé­lags­manna VR greiddu at­kvæði um nýjan kjara­samning

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við undirritun samninganna fyrr í mánuðinum.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við undirritun samninganna fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm
Atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna VR um nýgerða kjarasamninga lauk í dag.

Alls greiddu 7.104 atkvæði eða 20,85 prósent þeirra 34.070 félagsmanna sem voru á kjörskrá um samning VR og Samtaka atvinnulífsins, að því er segir á vef VR

Á kjörskrá um samning VR og Félags atvinnurekenda voru 1.699 félagsmenn og greiddu 451 af þeim atkvæði eða 26,55 prósent.

Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða birtar samhliða niðurstöðum hjá öðrum stéttarfélögum fyrir hádegi þann 24. apríl næstkomandi.


Tengdar fréttir

Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót

Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×