Lífið

Sjáðu Herra Brennslan 2019 í heild sinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kjartan Atli, Rikki G og Hjörvar Hafliðason.
Kjartan Atli, Rikki G og Hjörvar Hafliðason.
Herra Brennslan 2019 var í beinni útsendingu á Vísi og FM957 í morgun en þar kepptu þeir Hjörvar Hafliðason, Kjartan Atli Kjartansson og Ríkharð Óskar Guðnason.

Um var að ræða fyrstu fegurðarsamkeppni karla hér á landi í tólf ár og hafa þremenningarnir lagt gríðarlega mikla vinnu á sig síðustu mánuði, alveg frá áramótum.

Sjá nánar: Herra Brennslan verður í beinni á Vísi: „Eitthvað við þetta andlit sem dáleiðir konur“

Í keppninni var öllu tjaldað til. Keppninni verður lýst af fagfólki og valdi dómnend sigurvegara keppninnar. Keppendur koma fram á sundfötum og síðan í kvöldklæðnaði.

Dómarar voru þau Manúela Ósk Harðardóttir, Sindri Sindrason, Unnur Kristín Óladóttir, Margrét Gnarr og Rúrik Gíslason.

Svo fór að Ríkharð Óskar var valinn Herra Brennslan 2019 og Vísisdrengurinn. Kjartan Atli var valinn Veet-strákurinn og Hjörvar Brennslukroppurinn.

Upptöku af keppninni má sjá hér að neðan. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.