Floni gefur út nýja plötu í lok mánaðar: „Tónlistin gengur fyrir, ekki peningurinn“ Sylvía Hall skrifar 14. janúar 2019 23:00 Platan inniheldur sjö lög. Magnús Andersen Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Rapparinn Floni tilkynnti útgáfudag nýrrar plötu á Instagram-síðu sinni í dag. Margir aðdáendur hans hafa beðið óþreyjufullir eftir nýrri tónlist úr hans smiðju en platan kemur út þann 31. janúar. Platan, Floni 2, inniheldur sjö lög og er rapparinn Birnir Flona til halds og trausts í einu laginu. Fyrsta lagið ber heitið „Kominn aftur“ og er það líklega viðeigandi titill þar sem rúmlega ár er síðan hann gaf út sína fyrstu plötu, Floni, en hún kom út í desember 2017. View this post on InstagramA post shared by (@fridrikroberts) on Jan 14, 2019 at 4:21am PST Það vakti athygli margra þegar Floni tók sig til og hreinsaði út af Instagram-síðu sinni á meðan hann var að vinna að plötunni. Hann segir það hafa verið gert til þess að einbeita sér alfarið að gerð plötunnar og leggja sig allan í ferlið. Tónlistin gangi alltaf fyrir. „Núna er fókusinn bara á tónlistinni sem ég vil gera og þess vegna vildi ég bara fara í smá „social media blackout“ til þess að ferlið gengi upp.“Magnús AndersenFerlið fór strax af stað eftir fyrstu plötu Fyrsta plata Flona vakti mikla athygli og skaut honum upp hratt upp á stjörnuhimininn. Floni, sem var glænýtt nafn í tónlistarheiminum á þeim tíma, er nú orðinn fastagestur á spilunarlistum margra Íslendinga og hefur komið fram á mörgum viðburðum síðan þá. „Hvatningin kom eftir Flona 1 þar sem hún gekk ótrúlega vel og ég er náttúrulega alltaf að þróa stílinn minn meira og vildi bara halda áfram,“ segir Floni og bætir við að platan hafi verið í vinnslu allt frá því að fyrsta platan kom út. Mörg lög hafi verið til í einhvern tíma og hin hafi svo fylgt í kjölfarið. Floni segir mikla vinnu liggja að baki og margir hafi hjálpað honum við gerð hennar, reyndir pródúsentar og hljóðfæraleikarar. Hann segir skemmtilegt að vinna tónlist í tölvu líkt og hann hefur gert hingað til en með hljóðfærunum komi meiri andi í plötuna. „Mér finnst þetta vera mjög „high quality“ stúdíó plata. Vinnslan á þessari plötu er mjög „professional“ og ég er kominn með alvöru hljóðfæri í þetta til að gera þetta meira lifandi,“ segir Floni og nefnir þar hljómborðsleikarann Magnús Jóhann Ragnarsson sem er einn þeirra sem hefur unnið að plötunni með honum ásamt Arnari Inga Ingasyni sem er betur þekktur sem Young Nazareth. „Þetta er svo gaman, það að vinna að tónlist fyrir mér er bara geggjað og eitthvað sem ég finn mig í,“ segir Floni að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15 Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05 Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Eitt og hálft ár af lífi Flóna Tónlistarmaðurinn Flóni gaf í síðustu viku út plötuna Flóni þar sem hann talar nokkuð opinskátt um síðustu misseri í lífi sínu. Flóni segist mjög lífsglaður þrátt fyrir að platan sé myrk á köflum. Hann segir bestu hlutina gerast óplanaða. 14. desember 2017 10:15
Floni gefur út nýtt lag: „Þetta er bara partí“ Rapparinn Floni hefur gefið út nýtt lag. Lagið snýst um partí. 15. júní 2018 14:05
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30