Vill fjölga fulltrúum í innkauparáði og auka eftirlitshlutverk þess Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2019 06:15 Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Björn Gíslason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, hyggst leggja til að fulltrúum í ráðinu verði fjölgað. Þá geti ráðið vísað málum til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar (IER) samþykki tveir fulltrúar í ráðinu slíka tillögu. Tillagan verður tekin fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun. Sem stendur mynda ráðið þrír fulltrúar en verði breytingin samþykkt munu þeir verða fimm. Þá fengi ráðið nýtt nafn, eftirlits- og innkauparáð Reykjavíkurborgar. Í greinargerð með tillögunni segir að ljóst sé að ráðið hafi ekki hlotið áheyrn embættismanna og borgarráðs. Mál á borði ráðsins séu oft flókin og viðamikil. Með tillögunni sé stefnt að því að efla ráðið. „Þetta kemur svo sem í kjölfar þeirra mála sem hafa verið í umræðunni. Við í innkauparáði höfðum lengi reynt að fá útskýringar á Nauthólsvegi 100 en það gekk illa. Með þessu viljum við að innkauparáð hafi veigameira hlutverk sem verði fyrst og fremst tengt eftirliti,“ segir Björn. Björn bendir á að hið fornkveðna betur sjá augu en auga eigi vel við í þessu tilfelli. Oftar en ekki séu það gífurlega stór mál og háar upphæðir sem séu undir. Því sé mikilvægt að tveir fulltrúar, sem oftast séu minnihlutans hverju sinni, geti vísað málum til IER. „Ef mönnum er alvara með að bæta hlutina þá er þetta stór hluti af því. Við höfum engan annan kost úr því sem komið er en að reyna að gera hlutina betur. Ég á því ekki von á öðru en að þessari tillögu verði vel tekið á fundinum á morgun,“ segir Björn.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira