Lífið

Opinská viðtöl Harry og Meghan „algjört stórslys“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex.
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty

Ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, um að ræða opinskátt um harkalega útreið sína í bresku götublöðunum gæti dregið dilk á eftir sér. Þetta er mat sérfræðinga í almannatengslum sem breska dagblaðið Guardian ræddi við í dag.



Hin opinskáu viðtöl voru sýnd í heimildarmyndinni Harry & Meghan: An African Journey sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni ITV í vikunni. Þar sést Meghan m.a. halda aftur af tárunum þegar hún ræðir umfjöllun um sig í breskum slúðurblöðum, einkum eftir að hún eignaðist soninn Archie.



Þá virtist Harry staðfesta, a.m.k. að einhverju leyti, orðróma þess efnis að um þessar mundir andaði köldu á milli hans og bróður hans, Vilhjálms Bretaprins. Hann kvað þá bræður „hvor á sinni vegferðinni“ og sagði þá eiga bæði „góða og slæma daga“. Í kjölfarið var greint frá því að Vilhjálmur hefði áhyggjur af bróður sínum.

Fóðrar bara fjölmiðlavélina

Guardian ræðir þróun mála við almannatengilinn Mark Borowski. Hann segir að þátttaka hertogahjónanna í heimildarmyndinni hafi brotið óformlegar reglur konungsfjölskyldunnar um samskipti við fjölmiðla. Viðtölin sem hertogahjónin veittu í heimildarmyndinni hafi raunar verið „algjört stórslys“.



„Hann [Harry] hefði átt að segja: „Þetta er ekki í boði.“ En hann bjó til frétt. […] Þjóðin er klofin. Ég held að yngra fólkið skilji þetta og sé meðtækilegra fyrir þessu. En flestir konungssinnarnir fara líklega enn út og kaupa Daily Express. Það er fólkið sem hann er ekki að sannfæra.“



Þá er einnig rætt við rithöfundinn Penny Junor en eftir hana liggja nokkrar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Hún metur það svo að almennt sé það betra, fyrir fólk í stöðu hertogahjónanna, að beina kastljósi fjölmiðla frá andlegu ástandi sínu.



„Þetta fóðrar bara fjölmiðlavélina, og það er það sem Harry hatar mest af öllu. Þessi heimildarmynd hefur flett ofan af honum. Það er andstætt við það sem hann hefur sagst óska sér og fjölskyldu sinni, nefnilega einkalífs.“


Tengdar fréttir

Sá Meghan lekann fyrir?

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, geymdi afrit af persónulegu bréfi sem hún sendi föður sínum, Thomas Markle, sem síðar var lekið í fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.