Fór yfir það á skemmtilegan hátt hvernig Solskjær tókst að loka á Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2019 10:00 Getty/Samsett Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman. Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Skemmtileg greining á leik Manchester United og Liverpool sýnir hversu vel Ole Gunnari Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United, tókst að loka á leik Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool var búið að vinna sautján deildarleiki í röð, Meistaradeildina og Ofurbikarinn, þegar liðið mætti á Old Trafford um helgina. Þar endaði sigurgangan og Liverpool rétt slapp í burtu með eitt stig. Manchester United tókst að hægja vel á leik Liverpool liðsins og norski stjórinn hitti naglann á höfuðið þegar hann stillti upp sínu liði. Fram að þessum leik var nefnilega ekkert sem leit út fyrir það að United gæti hreinlega strítt Liverpool þótt liðið væri á heimavelli. Ole Gunnar Solskjær hafði fengið á sig mikla gagnrýni eftir dapurt gengi United liðsins á tímabilinu og eflaust frekar fáir eftir í hans horni meðal stuðningsmanna Manchester United.Wing-backs neutralising Robertson and Alexander-Arnold Split strikers to expose Van Dijk and Matip Pereira covering Fabinho out of possession Who said Solskjaer doesn't know anything about tactics? #MUFC#GGMU#MANLIVhttps://t.co/BoJ4mabE0E — GiveMeSport (@GiveMeSport) October 21, 2019YouTuber maðurinn Nouman greindi leikskipulag liðanna og fór á athyglisverðan hátt yfir það hvernig Ole Gunnari tókst að loka á styrkleika Liverpool og skapa lærisveinum Jürgen Klopp vandræði í leiknum. Þar kom meðal annars fram að United spilaði með vængbakverði til að loka á upphlaup bakvarðanna frábæru Robertson og Alexander-Arnold. Jafnframt lagði Solskjær áherslu á að framherjaparið héldi sér utarlega á vellinum til að reyna að draga miðvarðarpar Liverpool, Van Dijk og Matip, í sundur. Andreas Pereira lokaði síðan á Fabinho á miðjunni þegar Manchester United var ekki með boltann. Allt eru þetta dæmi um hvernig Ole Gunnar Solskjær breytti leikskipulagi síns liðs til að loka á styrkleika Liverpool. Nú er bara að sjá hvort fleiri andstæðingar Liverpool reyni þetta á næstunni og hvort þá Jürgen Klopp takist að koma með mótleik. Það var í það minnsta ljóst á öllu að leikur Liverpool var ekki sannfærandi á Old Trafford og liðið ekki líkt sjálfu sér. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu greiningu hjá umræddum Nouman.
Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira