Sjónvarpsþættir í tilefni afmælis Barnasáttmálans Heimsljós kynnir 26. nóvember 2019 15:00 Bergsteinn Jónsson og Skarphéðinn Guðmundsson undirrita sammnginn fyrir hönd UNICEF og RÚV. Steindór „Starf UNICEF í Afríku sunnan Sahara er í sífelldri þróun og við hlökkum til að geta kynnt fjölbreytt verkefni sem bjarga lífum, auka réttindi og velferð barna og stuðla að varanlegum samfélagsbreytingum. Mikil þörf er á stuðningi við verkefni UNICEF á vettvangi og RÚV er besti samstarfsaðili sem völ er á til að koma þeim verkefnum á framfæri við almenning,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. RÚV og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samkomulag sín á milli um samstarf við framleiðslu á þáttaröð í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þættirnir, sem verða sex talsins, verða að stærstum hluta teknir upp í Afríku. Ekki verður um að ræða hið hefðbundna form af fræðslu- og söfnunarþætti, heldur skemmtilega nýjung þar sem skemmtidagskrá með þjóðþekktum Íslendingum og barátta UNICEF fyrir réttindum barna fléttast saman. Lokaþátturinn verður síðan söfnunarþáttur í beinni útsendingu þar sem áhorfendur fá tækifæri og hvatningu til að styðja við starf UNICEF. „Þetta verður stórt og viðamikið verkefni sem verður mjög upplýsandi og þýðingarmikið og vonandi í leiðinni alveg stórskemmtileg sjónvarpsupplifun. Við höfum fulla trú á að úr geti orðið ferskt og frumlegt dagskrárefni en það sem hvetur okkur fyrst og fremst út í þetta samstarf er að fá þetta kærkomna tækifæri til að leggja ríflega af mörkum til að styðja við hið öfluga starf UNICEF út um allan heim,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV. Undirbúningur og þróun verkefnisins er nú þegar hafin. Framleiðsla á þáttunum hefst næsta sumar og stefnt er að sýningu þeirra haustið 2020.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
„Starf UNICEF í Afríku sunnan Sahara er í sífelldri þróun og við hlökkum til að geta kynnt fjölbreytt verkefni sem bjarga lífum, auka réttindi og velferð barna og stuðla að varanlegum samfélagsbreytingum. Mikil þörf er á stuðningi við verkefni UNICEF á vettvangi og RÚV er besti samstarfsaðili sem völ er á til að koma þeim verkefnum á framfæri við almenning,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) á Íslandi. RÚV og UNICEF á Íslandi hafa undirritað samkomulag sín á milli um samstarf við framleiðslu á þáttaröð í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þættirnir, sem verða sex talsins, verða að stærstum hluta teknir upp í Afríku. Ekki verður um að ræða hið hefðbundna form af fræðslu- og söfnunarþætti, heldur skemmtilega nýjung þar sem skemmtidagskrá með þjóðþekktum Íslendingum og barátta UNICEF fyrir réttindum barna fléttast saman. Lokaþátturinn verður síðan söfnunarþáttur í beinni útsendingu þar sem áhorfendur fá tækifæri og hvatningu til að styðja við starf UNICEF. „Þetta verður stórt og viðamikið verkefni sem verður mjög upplýsandi og þýðingarmikið og vonandi í leiðinni alveg stórskemmtileg sjónvarpsupplifun. Við höfum fulla trú á að úr geti orðið ferskt og frumlegt dagskrárefni en það sem hvetur okkur fyrst og fremst út í þetta samstarf er að fá þetta kærkomna tækifæri til að leggja ríflega af mörkum til að styðja við hið öfluga starf UNICEF út um allan heim,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV. Undirbúningur og þróun verkefnisins er nú þegar hafin. Framleiðsla á þáttunum hefst næsta sumar og stefnt er að sýningu þeirra haustið 2020.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent