Jólin hefjast formlega í Hafnarfirði á föstudag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 12:00 Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Mynd/Lalli Kalli Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins. Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá föstudaginn 29. nóvember. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Thorsplani kl.18:30 en tréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja. Strandgatan í Hafnarfirði frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Jólaþorpið nýtur mikilla vinsælda og leggja margir leið sína í Hafnarfjörðinn til þess að skoða þorpið, versla og njóta skemmtiatriðanna. Jólastemningin er í hámarki á svæðinu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Iðar af lífi og fjöri „Fyrstu opnunarhelgina stelast jólasveinarnir úr Dimmuborgum í heimsókn og bregða á leik með gestum jólaþorpsins en aðrar opnunarhelgar sjá hinir rauðklæddu jólasveinar og Grýla um að kynna dagskrána og bjóða uppá myndatökur í sérútbúnum myndakassa. Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 13-18 og iðar af lífi og fjöri í kringum jólin þar sem gestir Hafnarfjarðar fá að njóta skemmtidagskrár á Thorsplani, kíkja í litlu jólahúsin og verslanir, veitingastaði og söfn bæjarins í nágrenninu,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. „Litlu fagurlega skreytt jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.“ Föstudagurinn 29. nóvember frá kl. 17:00 - 20:0018:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar18:15 Karlakórinn Þrestir18:30 Formaður vinabæjarfélagsins í Cuxhaven og þýski sendiherrann á Íslandi tendra jólaljósin á Cuxhaven-jólatrénu ásamt bæjarstjóra Hafnarfjarðar18:40 Björgvin Halldórsson19:00 Auður Jólasveinarnir úr Dimmuborgum koma í heimsókn og bregða á leik með börnunum og Bettína verður á ferli á Strandgötunni með hestvagninn sinn og geta áhugasamir fengið jólarúnt um bæinn fyrir sanngjarnt verð. Kynnir er Skjóða. Hægt er að kynna sér dagskrána á síðu Jólaþorpsins og á vefnum hafnarfjordur.is en alla opnunarhelgina verður af nægu að taka fyrir alla fjölskylduna. Á laugardag mun Guðrún Árný leika nokkur jólalög og Tónafljóð verða með ævintýralega jólaskemmtun. Á sunnudag koma þær Skoppa og Skrítla og skemmta og Heiðar úr Pollapönki og Þröstur stýra jólaballi. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu Jólaþorpsins.
Hafnarfjörður Jól Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira