Rúmlega 93 milljónir sem hverfa til Lúxemborgar Björn Scheving Thorsteinsson skrifar 26. nóvember 2019 09:00 Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum.Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Tengdar fréttir Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sæll Þórður Már, Þann 24. oktober sl. mættir þú sem vitni fyrir héraðsdóm Reykjavikur til að svara spurningum okkar, m.a. um fjórar millifærslur upp á samtals 1600 milljónir króna af bankareikning fjárfestingarfélagsins Gnúps hf. þann 24. oktober 2006. Sem forstjóri félagsins og prókúruhafi gastu ekki útskýrt þessar millifærslur og það sama sagði persónulegur endurskoðandi þinn, Helgi Arnarson hjá KPMG, sem svo óheppilega vildi til að var einnig endurskoðandi Gnúps hf. Hann gat ekki heldur útskýrt þessar millifærslur. Í vitnastúku fyrir héraðsdómi sagðir þú dómaranum að þú hafir alla tíð sl. áratug verið tilbúinn að hitta okkur og fara yfir málefni Gnúps. Það er ljóst að eitthvað hefur þú farið mannavillt hvað þetta varðar, Þórður minn, þar sem við feðgar höfum ítrekað reynt að ná af þér tali sl. ár en þú ávallt neitað að tala við okkur. Við fögnuðum samt þessari yfirlýsingu þinni fyrir dómi um daginn og sendum því þrjár fyrirspurnir á þig og lögmann þinn sl. vikur, óskandi eftir fundum eða símtali til að fara yfir málefni Gnúps enda fjöldi mála sem enn þarfnast skýringar. Engin svör hafa borist frá þér eða lögmanni þínum.Sjá einnig: Eignir þriggja kynslóða fuðruðu uppVið höfum einnig reynt að fá svör frá félaga þínum og persónulega endurskoðanda, Helga Arnarsyni KPMG, en eins og þú manst réðstu hann til að vera endurskoðanda Gnúps, án árangurs. KPMG svarar engu.Við reynum því núna gegnum fjölmiðla og vonumst núna til að þú sjáir þér fært að svara okkur, ekki síst vegna þessa að þú sagðir dómaranum um daginn að þú hafir alla tíð verið tilbúinn að ræða við okkur. Þú þekkir þetta mál Þórður minn, enda við ítrekað leitað svara hjá þér það sem af er ári: Þann 16. nóvember 2006 millifærir viðskiptastjóri okkar félaga innan Glitnis, Birkir Kristinsson, skv. fyrirskipun þess efnis, Exista hlutabréf að verðmæti rúmlega 90 milljónir króna af reikningum okkar eignahaldsfélaga yfir á kennitölu Gnúps. Við fáum ekki greitt fyrir þessi hlutabréf og bókhald okkar geymir engar skýringar. Þessi verðmæti einfaldlega „hverfa”. Sama dag, 16. nóvember 2006, kemur sami fjöldi Existabréfa (rúmlega 90 milljónir króna) inná einkareikning eins stjórnenda Gnúps hf í Lúxemborg. Sem forstjóri Gnúps og prókúruhafi félagsins, er ljóst að þú veist allt um þetta mál. Þvi væri ég þakklátur fyrir svör frá þér: 1. Af hverju fá félög okkar ekki greitt frá Gnúp fyrir þessi Exista hlutabréf (rúmlega 90 milljóna króna virði) sem eru millifærð af okkar reikningum til Gnúps hf, þann 16. nóvember 2006 ? 2. Af hverju er Gnúpur að millifæra þessi sömu hlutabréf inná einkareikning eins stjórnanda Gnúps hf. í Lúxemborg þennan sama dag, 16. nóvember 2006? Hvernig er þetta bókfært í bókhaldi Gnúps? Með fyrirfram þakklæti um skjót svör. Höfundur ritar f.h. stjórnar Lyfjablóms hf. (áður Björn Hallgrímsson ehf.)
Eignir þriggja kynslóða fuðruðu upp Fjölskylda Björns Scheving Thorsteinssonar krefst alls 2,3 milljarða króna bóta vegna þess sem hún telur blekkingar í starfsemi Gnúps fyrir hrun. 20. nóvember 2019 11:30
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun