Maria Ines hefur samið við þýska liðið HSG BAd Wildungen Vipers en það endaði í ellefta sæti í þýsku deildinni á síðasta tímabili.
Maria Ines hefur spilað undanfarin fjögur tímabil með Haukum og hefur verið í lykilhlutverki öll árin. Hún hefur brotið hundrað marka múrinn öll fjögur tímabilin.
Maria Ines semur við þýskt lið – Knattspyrnufélagið Haukar https://t.co/WFIsBSBjdU#haukarfélagiðmitt#handbolti#seinnibylgjan :@binniljospic.twitter.com/RWaWaCvh2l
— Haukar Topphandbolti (@Haukarhandbolti) May 23, 2019
Maria Ines Da Silva Pereira skoraði 104 mörk í 21 leik í Olís deildinni í vetur eða 4,9 mörk að meðaltali í leik. Hún var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á eftir Bertu Rut Harðardóttur.
Maria Ines var með 137 mörk í 22 leikjum, 6,2 mörk að meðaltali í leik, þegar Haukarnir urðu deildarmeistarar vorið 2016.